Fjórir látnir og 100 særðir eftir að hafa orðið fyrir eldingu í Póllandi Birgir Olgeirsson skrifar 22. ágúst 2019 22:09 Frá björgunaraðgerðum við nærri Tatra-fjöllum í Póllandi í dag. Vísir/EPA Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 100 særðust þegar þeir urðu fyrir eldingum í þrumuveðri í Tatra-fjöllum Póllandi í dag. Þetta er haft eftir forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Öflugustu eldingunni laust niður í hóp fjallgöngumanna nærri toppi fjallsins Giewont í suðurhluta landsins. Einn lét lífið í Slóvakíu eftir að hafa fengið eldingu í sig í dag en BBC segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Er þetta þrumuveður sagt hafa haft lítinn aðdraganda. Glaða sólskin var víðast hvar þegar íbúar landsins vöknuðu en síðan dundu hörmungarnar yfir. „Það bjóst enginn við að þetta myndi skella svo hratt á. Þetta var eitthvað sem var ómögulegt að spá fyrir um,“ sagði Morawiecki þegar hann tjáði sig um málið á neyðarfundi vegna þessara hamfara. Toppur Giewon-fjallsins er 1.894 metra yfir sjávarmáli en þar má finna fimmtán metra háan málmkross. Talið er að eldingu hafi slegið niður í krossinn þegar hópur fjallgöngumanna var við hann. Er straumurinn úr eldingunni sagður hafa farið í gegnum keðju sem var komið upp til að tryggja förin upp á toppinn. Íbúí í bænum Zakopane, sem er nærri fjallinu Giewon, náði þessu myndbandi af þrumuveðrinu. Hefur bæjarstjóri Zakopane, Leszek Dorula, lýst yfir sorgardegi á föstudag. Tymczasem w #zakopane jakby wojna! #podhale #thunder #grzmot #pioruny #thunderstorm pic.twitter.com/IG8m9DnAdx— Maciej Kleniewski (@mkleniewski) 22 August 2019 Pólland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir eru látnir og 100 særðust þegar þeir urðu fyrir eldingum í þrumuveðri í Tatra-fjöllum Póllandi í dag. Þetta er haft eftir forsætisráðherra Póllands, Mateusz Morawiecki, á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC. Öflugustu eldingunni laust niður í hóp fjallgöngumanna nærri toppi fjallsins Giewont í suðurhluta landsins. Einn lét lífið í Slóvakíu eftir að hafa fengið eldingu í sig í dag en BBC segir að eitt barn sé á meðal þeirra látnu. Er þetta þrumuveður sagt hafa haft lítinn aðdraganda. Glaða sólskin var víðast hvar þegar íbúar landsins vöknuðu en síðan dundu hörmungarnar yfir. „Það bjóst enginn við að þetta myndi skella svo hratt á. Þetta var eitthvað sem var ómögulegt að spá fyrir um,“ sagði Morawiecki þegar hann tjáði sig um málið á neyðarfundi vegna þessara hamfara. Toppur Giewon-fjallsins er 1.894 metra yfir sjávarmáli en þar má finna fimmtán metra háan málmkross. Talið er að eldingu hafi slegið niður í krossinn þegar hópur fjallgöngumanna var við hann. Er straumurinn úr eldingunni sagður hafa farið í gegnum keðju sem var komið upp til að tryggja förin upp á toppinn. Íbúí í bænum Zakopane, sem er nærri fjallinu Giewon, náði þessu myndbandi af þrumuveðrinu. Hefur bæjarstjóri Zakopane, Leszek Dorula, lýst yfir sorgardegi á föstudag. Tymczasem w #zakopane jakby wojna! #podhale #thunder #grzmot #pioruny #thunderstorm pic.twitter.com/IG8m9DnAdx— Maciej Kleniewski (@mkleniewski) 22 August 2019
Pólland Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira