Fótbolti

Lungnabólgan gerir Sarri lífið leitt sem missir af fyrstu tveimur leikjum Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri með skrifblokkina á lofti í leik Juventus á undirbúningstímabilinu. Hann verður ekki á bekknum í fyrstu tveimur leikjum liðsins.
Sarri með skrifblokkina á lofti í leik Juventus á undirbúningstímabilinu. Hann verður ekki á bekknum í fyrstu tveimur leikjum liðsins. vísir/getty

Maurizio Sarri verður ekki á bekknum hjá Juventus í fyrstu tveimur leikjunum í ítölsku úrvalsdeildinni vegna veikinda.

Hinn sextugi Sarri veiktist á dögunum og var greindur með lungnabólgu en hann gekkst undir frekari skoðun í gær. Þar kom í ljós að ástandið á Sarri hafði batnað aðeins síðustu daga.

Þrátt fyrir það verður Sarri ekki á bekknum er Juventus hefur titilvörnina um helgina er liðið heimsækir Parma á morgun.Í tilkynningu frá Juventus segir að ákvörðun hafi verið tekinn að hann væri ekki á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum gegn Parma og Napoli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.