Fótbolti

Lungnabólgan gerir Sarri lífið leitt sem missir af fyrstu tveimur leikjum Juventus

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sarri með skrifblokkina á lofti í leik Juventus á undirbúningstímabilinu. Hann verður ekki á bekknum í fyrstu tveimur leikjum liðsins.
Sarri með skrifblokkina á lofti í leik Juventus á undirbúningstímabilinu. Hann verður ekki á bekknum í fyrstu tveimur leikjum liðsins. vísir/getty
Maurizio Sarri verður ekki á bekknum hjá Juventus í fyrstu tveimur leikjunum í ítölsku úrvalsdeildinni vegna veikinda.Hinn sextugi Sarri veiktist á dögunum og var greindur með lungnabólgu en hann gekkst undir frekari skoðun í gær. Þar kom í ljós að ástandið á Sarri hafði batnað aðeins síðustu daga.Þrátt fyrir það verður Sarri ekki á bekknum er Juventus hefur titilvörnina um helgina er liðið heimsækir Parma á morgun.Í tilkynningu frá Juventus segir að ákvörðun hafi verið tekinn að hann væri ekki á bekknum í fyrstu tveimur leikjunum gegn Parma og Napoli.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.