Tvö stig í súginn hjá Real Madrid

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema fagnar. Mark hans dugði Real Madrid ekki til sigurs á Real Valladolid.
Benzema fagnar. Mark hans dugði Real Madrid ekki til sigurs á Real Valladolid. vísir/getty
Real Madrid gerði 1-1 jafntefli við Real Valladolid í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.Karim Benzema kom Real Madrid yfir með góðu skoti frá vítateigslínu á 82. mínútu.Sex mínútum síðar jafnaði Sergio Guardiola metin fyrir Valladolid. Hann slapp þá í gegn eftir sendingu frá Oscar Plano og skoraði framhjá Thibaut Courtois í marki Real Madrid.Bæði Real Madrid og Valladolid eru með fjögur stig í deildinni. Sevilla er á toppnum með sex stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.