Félag eldri borgara nýtti kauprétt að íbúð sem deilt er um fyrir dómstólum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. ágúst 2019 18:45 Fjölbýlishúsið við Árskóga sem Félag eldri borgara lét byggja. Vísir Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) hefur nýtt kauprétt sinn að íbúð sem deilt hefur verið um fyrir dómstólum þar sem kaupendurnir neita að greiða hærra verð fyrir íbúðina en kveðið er á um í kaupsamningi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FEB. Þar segir að félagið nýti kaupréttinn samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1 til 3 og vísað er í til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. „Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun,“ segir í tilkynningunni. Kaupendur að tveimur íbúðum höfðuðu mál gegn FEB vegna aukagreiðslu sem félagið krefur kaupendur að íbúðum um vegna mistaka sem gerð voru við verðlagningu þeirra á sínum tíma. FEB náði samkomulagi við kaupendur annarrar íbúðarinnar fyrr í vikunni en hitt málið er enn fyrir dómstólum.„Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja. Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu FEB. Þar kemur jafnframt fram að 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafi nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði FEB um að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar en upphaflega var samið um í kaupsamningum. „45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag,“ segir í tilkynningu FEB sem lesa má í heild sinni hér. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Félag eldri borgara í Reykjavík (FEB) hefur nýtt kauprétt sinn að íbúð sem deilt hefur verið um fyrir dómstólum þar sem kaupendurnir neita að greiða hærra verð fyrir íbúðina en kveðið er á um í kaupsamningi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FEB. Þar segir að félagið nýti kaupréttinn samkvæmt kvöð sem þinglýst er á Árskóga 1 til 3 og vísað er í til í kaupsamningum og úthlutunarreglum félagsins. „Um er að ræða þrautarlausn til að varna því að málsókn kaupandans, nái hún fram að ganga, setji félagið í þrot. Aðgerð félagsins byggir á þeim sama kaupsamningi og deilt er um og er studd bæði óháðu lögfræðiáliti og fjölmörgum málsástæðum sem fram koma í greinargerð félagsins sem lögð var fram við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í morgun,“ segir í tilkynningunni. Kaupendur að tveimur íbúðum höfðuðu mál gegn FEB vegna aukagreiðslu sem félagið krefur kaupendur að íbúðum um vegna mistaka sem gerð voru við verðlagningu þeirra á sínum tíma. FEB náði samkomulagi við kaupendur annarrar íbúðarinnar fyrr í vikunni en hitt málið er enn fyrir dómstólum.„Það hefði verið óskandi ef báðum þessum málum hefði lokið með samkomulagi en því miður var aðeins annar aðilinn tilbúinn til að fallast á sáttatilboð sem byggði á jafnræði þeirra beggja. Von Félags eldri borgara stendur til að meðferð málsins fyrir dómstólum taki skamman tíma og að óvissunni ljúki sem fyrst,“ segir í tilkynningu FEB. Þar kemur jafnframt fram að 49 núverandi og verðandi íbúar í Árskógum hafi nú lýst því yfir að þeir séu samþykkir tilboði FEB um að greiða hærra verð fyrir íbúðirnar en upphaflega var samið um í kaupsamningum. „45 hafa þegar skrifað undir skilmálabreytingu þess efnis en fjórir til viðbótar, sem allir eiga það sameiginlegt að dvelja utan höfuðborgarsvæðisins, hyggjast gera sér ferð til að skrifa undir á næstunni. Þá hafa allir nema tveir af þeim 33 sem voru með afhendingardag á íbúð í lok júlí samþykkt að greiða hækkað verð, en einn á eftir að skrifa undir. Enn á eftir ræða við 10 kaupendur, en illa hefur gengið að ná í suma þeirra. Eftir meðbyr síðustu daga er Félag eldri borgara orðið bjartsýnt á að nær allir samþykki aukagreiðsluna. Þá vonast stjórn félagsins til að dómari í máli kaupandans sem ekki hefur viljað samþykkja aukagreiðsluna, úrskurði félaginu í hag,“ segir í tilkynningu FEB sem lesa má í heild sinni hér.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32 Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13 Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Fleiri fréttir Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Sjá meira
Halda máli sínu til streitu vegna „grófrar framkomu og mikillar hörku“ Félags eldri borgara Segja félagið skorta samningsvilja og fara fram með hótunum. 21. ágúst 2019 18:32
Fallið frá öðru málinu á hendur FEB Félag eldri borgara hefur náð samkomulagi við annan af þeim tveimur einstaklingum sem höfðað hafa mál á hendur félaginu vegna íbúðanna í Árskógum. 21. ágúst 2019 13:13
Reynt að ná samningum við FEB í Árskógamálinu Fyrirtöku sem fara átti fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun í málum kaupenda að tveimur íbúðum í Árskógum 1-3 var frestað rétt áður en hún átti að hefjast klukkan níu í morgun. 21. ágúst 2019 10:26