Fótbolti

Bayern búið að selja Sanches

Smári Jökull Jónsson skrifar
Sanches hefur ekki náð þeim hæðum sem margir höfðu spáð.
Sanches hefur ekki náð þeim hæðum sem margir höfðu spáð.
Þegar Renato Sanches var að koma fram á sjónvarsviðið voru margir sem spáðu honum glæstri framtíð í knattspyrnuheiminum. Það hefur ekki gengið eftir og nú er Bayern Munchen búið að losa sig við leikmanninn.Sanches var álitinn einn af efnilegustu leikmönnum Portúgals og var eftirsóttur áður en hann gekk til liðs við Bayern árið 2016. Þar hefur hann aldrei náð sér í strik og heldur ekki þegar hann var lánaður til Swansea í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-18.Hann hefur nú gengið til liðs við Lille í frönsku úrvalsdeildinni sem greiðir 25 milljónir evra fyrir leikmanninn.Lille lenti í 2.sæti frönsku úrvalsdeildarinnar í fyrra og leikur því í Meistaradeild Evrópu á þessu tímabili.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.