Fótbolti

Jón Guðni og félagar tylltu sér á toppinn | Ekkert gengur hjá Dijon

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni hefur leikið allan tímann í síðustu þremur leikjum Krasnodar.
Jón Guðni hefur leikið allan tímann í síðustu þremur leikjum Krasnodar. vísir/getty

Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn fyrir Krasnodar sem gerði jafntefli við Lokomotiv Moskvu, 1-1, í rússnesku úrvalsdeildinni.

Krasnodar er á toppi deildarinnar með 14 stig, jafn mörg og Lokomotiv en er með betri árangur í innbyrðis viðureignum liðanna.

Jón Guðni hefur leikið 90 mínútur í síðustu þremur leikjum Krasnodar.

Rúnar Alex Rúnarsson stóð á milli stanganna hjá Dijon sem tapaði fyrir Bordeaux, 0-2, í frönsku úrvalsdeildinni.

Dijon hefur tapað öllum þremur deildarleikjum sínum það sem af er tímabili og aðeins skorað eitt mark.

Rúnar Alex hefur leikið alla þrjá leiki Dijon á tímabilinu. Í fyrra lék hann 26 deildarleiki fyrir Dijon.

Hólmar Örn Eyjólfsson kom inn á undir lok leiks Levski Sofia og Lok. Plovdiv. Levski Sofia vann, 1-0, og komst þar með á topp deildarinnar.

Hólmar hefur komið við sögu í síðustu tveimur leikjum Levski Sofia. Hann er óðum að nálgast fyrri styrk eftir að hafa verið frá vegna meiðsla síðan í nóvember 2018.

Þá lék Aron Bjarnason síðustu níu mínúturnar þegar Újpest tapaði fyrir Kisvarda, 1-0, í ungversku úrvalsdeildinni. Újpest er í 6. sæti með fjögur stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.