Enski boltinn

Óvíst hvort Kompany geti spilað í góðgerðaleiknum sínum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kompany meiddist aftan í læri gegn Genk á föstudaginn.
Kompany meiddist aftan í læri gegn Genk á föstudaginn. VÍISR/GETTY
Óvíst er hvort Vincent Kompany geti tekið þátt í sínum eigin góðgerðaleik á Etihad, heimavelli Manchester City, 11. september næstkomandi.Kompany, sem er spilandi þjálfari Anderlecht, fór meiddur út af í tapi liðsins fyrir Genk, 1-0, í belgísku úrvalsdeildinni í fyrradag.Kompany er meiddur aftan í læri og ekki liggur fyrir hvort hann geti leikið í góðgerðaleiknum á Etihad. Þar mæta goðsagnir Manchester City stjörnuliði ensku úrvalsdeildarinnar.Góðgerðaleikurinn fer fram í landsleikjahléinu þar sem Kompany og félagar í belgíska landsliðinu mæta San Marinó og Skotlandi.

Þjálfaratíð Kompanys hjá Anderlecht hefur farið skelfilega af stað. Liðið er aðeins með tvö stig eftir fyrstu fimm leiki sína í belgísku úrvalsdeildinni. Anderlecht hefur ekki byrjað jafn illa í 21 ár.Kompany lék með City á árunum 2008-19. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með liðinu og tvisvar sinnum bikarmeistari.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.