Enski boltinn

Óvíst hvort Kompany geti spilað í góðgerðaleiknum sínum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kompany meiddist aftan í læri gegn Genk á föstudaginn.
Kompany meiddist aftan í læri gegn Genk á föstudaginn. VÍISR/GETTY

Óvíst er hvort Vincent Kompany geti tekið þátt í sínum eigin góðgerðaleik á Etihad, heimavelli Manchester City, 11. september næstkomandi.

Kompany, sem er spilandi þjálfari Anderlecht, fór meiddur út af í tapi liðsins fyrir Genk, 1-0, í belgísku úrvalsdeildinni í fyrradag.

Kompany er meiddur aftan í læri og ekki liggur fyrir hvort hann geti leikið í góðgerðaleiknum á Etihad. Þar mæta goðsagnir Manchester City stjörnuliði ensku úrvalsdeildarinnar.

Góðgerðaleikurinn fer fram í landsleikjahléinu þar sem Kompany og félagar í belgíska landsliðinu mæta San Marinó og Skotlandi.
Þjálfaratíð Kompanys hjá Anderlecht hefur farið skelfilega af stað. Liðið er aðeins með tvö stig eftir fyrstu fimm leiki sína í belgísku úrvalsdeildinni. Anderlecht hefur ekki byrjað jafn illa í 21 ár.

Kompany lék með City á árunum 2008-19. Hann varð fimm sinnum Englandsmeistari með liðinu og tvisvar sinnum bikarmeistari.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.