Fótbolti

Hörður Björgvin á sínum stað hjá CSKA Moskvu sem komst aftur á sigurbraut

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin og félagar unnu og héldu hreinu í dag.
Hörður Björgvin og félagar unnu og héldu hreinu í dag. vísir/getty

Eftir tvo leiki án sigurs vann CSKA Moskva 3-0 sigur á Akhmat Grozny í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir CSKA Moskvu en Arnór Sigurðsson var fjarri góðu gamni vegna ökklameiðsla.

Hörður Björgvin hefur leikið hverja einustu mínútu í öllum sjö deildarleikjum CSKA Moskvu á tímabilinu. Liðið er í 4. sæti deildarinnar með 13 stig, aðeins einu stigi á eftir efstu þremur liðunum.


Rúnar Már Sigurjónsson lék síðustu 26 mínúturnar þegar Astana vann öruggan sigur á Taraz, 5-0, í úrvalsdeildinni í Kasakstan.

Astana er í 2. sæti deildarinnar með 47 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Tobol. Astana á þó leik til góða á Tobol.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.