Innlent

Eldur í rútu á Akureyri

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Akureyri
Frá Akureyri Vísir/Vilhelm

Eldur kom upp í rútu upp við iðnaðarbil á Akureyri skömmu eftir klukkan 18 í kvöld. Eldurinn sem var töluverður kom upp í þeim hluta bæjarins sem ber póstnúmerið 603.

Slökkvilið var kallað á svæðið en samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á Akureyri munaði minnstu að eldurinn, sem var talsverður, næði að berast í iðnaðarbilið sem fylltist af reyk.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn sem olli þó skemmdum á iðnaðarhúsnæðinu, nærliggjandi bílum og á rútunni sem er gjörónýt.

Engin slys urðu á fólki vegna eldsvoðans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.