Fótbolti

Ragnar og félagar jafnir fjórum öðrum liðum á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar er fyrirliði Rostov.
Ragnar er fyrirliði Rostov. vísir/getty
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Rostov sem bar sigurorð af Rubin Kazan, 2-1, í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Rostov.

Rússneska deildin er afar jöfn en Rostov og fjögur önnur lið eru efst með 14 stig.

Viðar Örn Kjartansson mátti ekki leika með Rubin Kazan í dag þar sem hann er á láni frá Rostov. Rubin Kazan, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 9. sæti deildarinnar með tíu stig.

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE Borisov sem vann stórsigur á Slavia Mozyr, 4-0, í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni.

Þetta var fjórði sigur Willums og félaga í röð. BATE er í 2. sæti deildarinnar með 43 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Brest. BATE á leik til góða á Brest.

Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá Larissa sem gerði 1-1 jafntefli við Atromitos í 1. umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Grikklandsmeistarar PAOK unnu Panetolikos, 2-1, á heimavelli.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.