Fótbolti

Ragnar og félagar jafnir fjórum öðrum liðum á toppnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ragnar er fyrirliði Rostov.
Ragnar er fyrirliði Rostov. vísir/getty

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Rostov sem bar sigurorð af Rubin Kazan, 2-1, í rússnesku úrvalsdeildinni í dag. Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópi Rostov.

Rússneska deildin er afar jöfn en Rostov og fjögur önnur lið eru efst með 14 stig.

Viðar Örn Kjartansson mátti ekki leika með Rubin Kazan í dag þar sem hann er á láni frá Rostov. Rubin Kazan, sem hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum, er í 9. sæti deildarinnar með tíu stig.

Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði BATE Borisov sem vann stórsigur á Slavia Mozyr, 4-0, í hvít-rússnesku úrvalsdeildinni.

Þetta var fjórði sigur Willums og félaga í röð. BATE er í 2. sæti deildarinnar með 43 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Brest. BATE á leik til góða á Brest.

Ögmundur Kristinsson stóð á milli stanganna hjá Larissa sem gerði 1-1 jafntefli við Atromitos í 1. umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Sverrir Ingi Ingason sat allan tímann á varamannabekknum þegar Grikklandsmeistarar PAOK unnu Panetolikos, 2-1, á heimavelli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.