Fótbolti

Dagný fagnaði sigri í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný var venju samkvæmt í byrjunarliði Portand.
Dagný var venju samkvæmt í byrjunarliði Portand. vísir/getty
Dagný Brynjarsdóttir lék allan leikinn fyrir Portland Thorns sem vann 3-0 sigur á Chicago Red Stars í bandarísku úrvalsdeildinni í kvöld.Með sigrinum náði Portland fimm stiga forskoti á toppi deildarinnar. North Carolina Courage, sem er í 2. sætinu, á tvo leiki til góða á Portland.Margaret Purce skoraði tvö mörk fyrir Portland og fyrirliðinn Christine Sinclair eitt.Dagný hefur leikið 16 af 19 deildarleikjum Portland á tímabilinu og skorað eitt mark.Hún heldur nú heim til Íslands vegna fyrstu leikja landsliðsins í undankeppni EM 2021.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.