Fótbolti

Rúrik í agabanni hjá Sandhausen

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúrik hefur leikið fjóra leiki með Sandhausen á tímabilinu.
Rúrik hefur leikið fjóra leiki með Sandhausen á tímabilinu. vísir/getty

Rúrik Gíslason var ekki í leikmannahópi Sandhausen sem vann 0-2 útisigur á Heidenheim í þýsku B-deildinni í dag.

Þýskir fjölmiðlar fullyrða að Rúrik hafi verið í agabanni vegna hefnibrots á æfingu í síðustu viku.

Uwe Koschinat, knattspyrnustjóri Sandhausen, var loðinn í svörum eftir leik. Hann talaði um að eitthvað hefði gerst í síðustu viku sem ekki var hægt að líta framhjá.

Koschinat sagði jafnframt að Rúrik myndi mæta á æfingu hjá Sandhausen á morgun.

Rúrik hefur leikið fjóra leiki með Sandhausen á tímabilinu, þrjá í deild og einn í bikar. Hann hefur leikið með liðinu frá því í janúar 2018.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.