Griezmann með tvö í fyrsta heimaleiknum með Barcelona | Sjáðu mörkin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Griezmann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt gegn Real Betis.
Griezmann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt gegn Real Betis. vísir/getty

Antoine Griezmann skoraði tvö mörk þegar Barcelona vann Real Betis, 5-2, á Nývangi í 2. umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í kvöld. Börsungar eru með þrjú stig í 9. sæti deildarinnar.

Lionel Messi og Luis Suárez voru ekki með Barcelona í leiknum í kvöld en það kom ekki að sök.

Betis komst reyndar yfir með marki Nabils Fekir á 15. mínútu en fjórum mínútum fyrir hálfleik jafnaði Griezmann með sínu fyrsta marki í keppnisleik fyrir Barcelona.

Á 50. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn annað mark sitt með góðu skoti í fjærhornið. Griezmann er fyrsti leikmaður Barcelona sem skorar tvö mörk í fyrsta heimaleik sínum fyrir félagið síðan Rivaldo afrekaði það gegn Real Sociedad 31. ágúst 1997.


Carles Pérez kom Barcelona í 3-1 á 56. mínútu og fjórum mínútum síðar skoraði Jordi Alba fimmta mark liðsins. Þrjú mörk á tíu mínútum hjá Spánarmeisturunum.

Arturo Vidal skoraði fimmta og síðasta mark Barcelona á 77. mínútu. Griezmann átti stoðsendinguna á Sílemanninn.

Þremur mínútum síðar minnkaði Loren Morón muninn með stórkostlegu skoti upp í vinkilinn. Lokatölur 5-2, Barcelona í vil.

Mörkin úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.