Innlent

Einungis tvö útköll hjá björgunarsveitum og annað vegna óveðurs

Eiður Þór Árnason skrifar
Einnig stóð til að fara í útkall vegna trés í Hafnarfirði en það mál leystist áður en til þess kom
Einnig stóð til að fara í útkall vegna trés í Hafnarfirði en það mál leystist áður en til þess kom vísir/vilhelm

Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö útköll í dag, annað þeirra vegna óveðurs á Eyrarbakka og hitt vegna örmagna göngumanns á Fimmvörðuhálsi. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu var útkallið á Eyrarbakka vegna trampólíns og var það mál fljótafgreitt af hálfu meðlima björgunarsveitarinnar Bjargar.

Síðar í dag voru björgunarsveitir kallaðar út á Fimmvörðuháls vegna úrvinda göngumanns. Mjög vel gekk að nálgast manninn og hjálpaði þar mikið að björgunarsveitarfólk þekkti nákvæma staðsetningu hans strax í upphafi. Vont veður var á staðnum en óljóst er hvort að það hafi haft áhrif í þessu tilviki.

Ekki var farið í önnur útköll á vegum björgunarsveitanna í dag og því ljóst að dagurinn var frekar rólegur miðað við veðurspár. Óveður og stormur gekk yfir stóran hluta landsins í dag og var varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu, suðurlandi og miðhálendi.


Tengdar fréttir

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.