Innlent

Einungis tvö útköll hjá björgunarsveitum og annað vegna óveðurs

Eiður Þór Árnason skrifar
Einnig stóð til að fara í útkall vegna trés í Hafnarfirði en það mál leystist áður en til þess kom
Einnig stóð til að fara í útkall vegna trés í Hafnarfirði en það mál leystist áður en til þess kom vísir/vilhelm
Björgunarsveitir voru kallaðar út í tvö útköll í dag, annað þeirra vegna óveðurs á Eyrarbakka og hitt vegna örmagna göngumanns á Fimmvörðuhálsi. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu var útkallið á Eyrarbakka vegna trampólíns og var það mál fljótafgreitt af hálfu meðlima björgunarsveitarinnar Bjargar.Síðar í dag voru björgunarsveitir kallaðar út á Fimmvörðuháls vegna úrvinda göngumanns. Mjög vel gekk að nálgast manninn og hjálpaði þar mikið að björgunarsveitarfólk þekkti nákvæma staðsetningu hans strax í upphafi. Vont veður var á staðnum en óljóst er hvort að það hafi haft áhrif í þessu tilviki.Ekki var farið í önnur útköll á vegum björgunarsveitanna í dag og því ljóst að dagurinn var frekar rólegur miðað við veðurspár. Óveður og stormur gekk yfir stóran hluta landsins í dag og var varað við stormi á höfuðborgarsvæðinu, suðurlandi og miðhálendi.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Slasaður maður á Fimmvörðuhálsi

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út á fjórða tímanum í dag vegna manns á Fimmvörðuhálsi sem er slasaður á fæti. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landsbjörg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.