Björgunarsveitarfólk reynir að bjarga hvalnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. ágúst 2019 10:02 Björgunarsveitarfólk reynir að hjálpa hvalnum. Vísir/Vilhelm Grindhvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. Hvalurinn er á svipuðum slóðum og hrefna strandaði í lok maí sem vakti nokkra athygli. Nokkrir vegfarendur á Granda hafa látið fréttastofu vita af tilvist hvalarins. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á ferðinni í morgun og myndaði hvalinn á svamli.Uppfært klukkan 10:07Hvalurinn færist enn nær landi og virðist kominn í einhvern vanda. Hvalaskoðunarbátur er kominn á svæðið.Uppfært klukkan 10:35Verið er að reyna að hjálpa hvalinum. Aðgerðir standa yfir.Uppfært klukkan 11:03Óskað hefur verið eftir aðstoð björgunarsveita sem eru á leið á staðinn.Uppfært klukkan 11:44 Björgunarsveitarfólk er komið í sjóinn og er að reyna að hjálpa hvalnum.Uppfært klukkan 14:37 Um tíu björgunarsveitarmenn reyna enn að koma hvalnum á sjó út. Hann virðist áttaviltur og leitar alltaf aftur í átt að landi.Uppfært klukkan 15:27 Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að einn björgunarsveitarbátur standi vaktina þessa stundina og reyni að halda hvalnum frá landi. Hann sé greinilega ringlaður og virðist ekki rata á haf út. Hvalurinn er kominn úr grynningum en björgunarsveitarfólk bíður eftir frekari ráðleggingum frá dýralækni um næstu skref.Þeir sem tök hafa verða ekki sviknir af því að kíkja út á Granda og fylgjast með hvalnum.Vísir/VilhelmHvalurinn á Granda í morgun.Vísir/VilhelmHvalurinn í basli við Granda.Vísir/VilhelmHvalurinn er í vandræðum og er verið að reyna að koma honum til aðstoðar.Vísir/VilhelmTöluverður fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður í fjöru til að fylgjast með gangi mála.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarfólk reynir hvað það getur að koma hvalnum frá landi. Hann leitar hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira
Grindhvalur nokkur syndir nú í hringi í sjónum úti á Eiðsgranda í Vesturbæ Reykjavíkur og heldur sig um 20-30 metra frá landi. Hvalurinn er á svipuðum slóðum og hrefna strandaði í lok maí sem vakti nokkra athygli. Nokkrir vegfarendur á Granda hafa látið fréttastofu vita af tilvist hvalarins. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á ferðinni í morgun og myndaði hvalinn á svamli.Uppfært klukkan 10:07Hvalurinn færist enn nær landi og virðist kominn í einhvern vanda. Hvalaskoðunarbátur er kominn á svæðið.Uppfært klukkan 10:35Verið er að reyna að hjálpa hvalinum. Aðgerðir standa yfir.Uppfært klukkan 11:03Óskað hefur verið eftir aðstoð björgunarsveita sem eru á leið á staðinn.Uppfært klukkan 11:44 Björgunarsveitarfólk er komið í sjóinn og er að reyna að hjálpa hvalnum.Uppfært klukkan 14:37 Um tíu björgunarsveitarmenn reyna enn að koma hvalnum á sjó út. Hann virðist áttaviltur og leitar alltaf aftur í átt að landi.Uppfært klukkan 15:27 Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að einn björgunarsveitarbátur standi vaktina þessa stundina og reyni að halda hvalnum frá landi. Hann sé greinilega ringlaður og virðist ekki rata á haf út. Hvalurinn er kominn úr grynningum en björgunarsveitarfólk bíður eftir frekari ráðleggingum frá dýralækni um næstu skref.Þeir sem tök hafa verða ekki sviknir af því að kíkja út á Granda og fylgjast með hvalnum.Vísir/VilhelmHvalurinn á Granda í morgun.Vísir/VilhelmHvalurinn í basli við Granda.Vísir/VilhelmHvalurinn er í vandræðum og er verið að reyna að koma honum til aðstoðar.Vísir/VilhelmTöluverður fjöldi fólks hefur lagt leið sína niður í fjöru til að fylgjast með gangi mála.Vísir/VilhelmBjörgunarsveitarfólk reynir hvað það getur að koma hvalnum frá landi. Hann leitar hins vegar alltaf aftur í átt að landi.Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir Dýr Reykjavík Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Sjá meira