Kjúklingarnir sem lifðu henta til slátrunar Sylvía Hall skrifar 26. ágúst 2019 12:48 Myndin er úr kjúklingabúi en þó ekki því sem er til umfjöllunar í fréttinni. vísir/friðrik þór Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir að það hafi tekið langan tíma að átta sig á stöðu mála þegar bera fór á kjúklingadauða á búi í Landsveit. Þrátt fyrir það tókst að varna því að smitið bærist í alla fugla búsins og eru eftirlifandi fuglar taldir hæfir til manneldis. Reykjagarður tilkynnti málið til Matvælastofnunar í lok júlí eftir að grunur vaknaði um smitsjúkdóm og voru veirusjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir grun um veikindin hafa vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í júlí en um var að ræða svokallaða Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólgu.Sjá einnig: Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma „Það fór að bera á veikindum í fuglum seinnipartinn í júlí og óeðlileg afföll þannig að við höfðum strax samband við Matvælastofnun og tilkynntum þeim um að það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna. Síðan voru tekin sýni og annað og tók talsvert langan tíma að finna út úr því hvað væri hreinlega á seyði,“ segir Guðmundur. Fylgikvilli búskapar að ófyrirséðar aðstæður geta komið upp Guðmundur Svavarsson.Af vefsíðu Holta. Búið hefur leyfi fyrir sextíu þúsund fuglum en var ekki fullnýtt á þeim tíma er smitið kom upp. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og því engin hætta á að smit berist í menn eða önnur spendýr, en þeim fuglum sem höfðu smitast var slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar. „Það eru ekkert allir fuglarnir sem veikjast og þeir fuglar sem eru heilbrigðir eru fullkomlega hæfir til manneldis. Þeim verður bara slátrað þegar þeir eru tilbúnir til þess.“ Guðmundur segir málið vissulega vera erfitt viðureignar og það þurfi að huga að ýmsu. Það sé einfaldlega þannig í búskap að ýmislegt ófyrirséð geti komið upp og það hafi legið strax fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekara smit. „Við ákváðum að taka þetta strax af mikilli alvöru og reyna að axla ábyrgð og gera þetta faglega með Matvælastofnun og mæltum eindregið með því að það yrði farið í mjög miklar aðgerðir til þess að reyna að fyrirbyggja að þetta smit berist í alífuglaiðnað á Íslandi. Þá erum við líka að horfa á dýravelferðarmál og annað slíkt þannig það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist það sem við ætlum okkur að gera, að kæfa þetta bara í fæðingu,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir að það hafi tekið langan tíma að átta sig á stöðu mála þegar bera fór á kjúklingadauða á búi í Landsveit. Þrátt fyrir það tókst að varna því að smitið bærist í alla fugla búsins og eru eftirlifandi fuglar taldir hæfir til manneldis. Reykjagarður tilkynnti málið til Matvælastofnunar í lok júlí eftir að grunur vaknaði um smitsjúkdóm og voru veirusjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir grun um veikindin hafa vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í júlí en um var að ræða svokallaða Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólgu.Sjá einnig: Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma „Það fór að bera á veikindum í fuglum seinnipartinn í júlí og óeðlileg afföll þannig að við höfðum strax samband við Matvælastofnun og tilkynntum þeim um að það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna. Síðan voru tekin sýni og annað og tók talsvert langan tíma að finna út úr því hvað væri hreinlega á seyði,“ segir Guðmundur. Fylgikvilli búskapar að ófyrirséðar aðstæður geta komið upp Guðmundur Svavarsson.Af vefsíðu Holta. Búið hefur leyfi fyrir sextíu þúsund fuglum en var ekki fullnýtt á þeim tíma er smitið kom upp. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og því engin hætta á að smit berist í menn eða önnur spendýr, en þeim fuglum sem höfðu smitast var slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar. „Það eru ekkert allir fuglarnir sem veikjast og þeir fuglar sem eru heilbrigðir eru fullkomlega hæfir til manneldis. Þeim verður bara slátrað þegar þeir eru tilbúnir til þess.“ Guðmundur segir málið vissulega vera erfitt viðureignar og það þurfi að huga að ýmsu. Það sé einfaldlega þannig í búskap að ýmislegt ófyrirséð geti komið upp og það hafi legið strax fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekara smit. „Við ákváðum að taka þetta strax af mikilli alvöru og reyna að axla ábyrgð og gera þetta faglega með Matvælastofnun og mæltum eindregið með því að það yrði farið í mjög miklar aðgerðir til þess að reyna að fyrirbyggja að þetta smit berist í alífuglaiðnað á Íslandi. Þá erum við líka að horfa á dýravelferðarmál og annað slíkt þannig það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist það sem við ætlum okkur að gera, að kæfa þetta bara í fæðingu,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Sjá meira
Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19