Kjúklingarnir sem lifðu henta til slátrunar Sylvía Hall skrifar 26. ágúst 2019 12:48 Myndin er úr kjúklingabúi en þó ekki því sem er til umfjöllunar í fréttinni. vísir/friðrik þór Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir að það hafi tekið langan tíma að átta sig á stöðu mála þegar bera fór á kjúklingadauða á búi í Landsveit. Þrátt fyrir það tókst að varna því að smitið bærist í alla fugla búsins og eru eftirlifandi fuglar taldir hæfir til manneldis. Reykjagarður tilkynnti málið til Matvælastofnunar í lok júlí eftir að grunur vaknaði um smitsjúkdóm og voru veirusjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir grun um veikindin hafa vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í júlí en um var að ræða svokallaða Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólgu.Sjá einnig: Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma „Það fór að bera á veikindum í fuglum seinnipartinn í júlí og óeðlileg afföll þannig að við höfðum strax samband við Matvælastofnun og tilkynntum þeim um að það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna. Síðan voru tekin sýni og annað og tók talsvert langan tíma að finna út úr því hvað væri hreinlega á seyði,“ segir Guðmundur. Fylgikvilli búskapar að ófyrirséðar aðstæður geta komið upp Guðmundur Svavarsson.Af vefsíðu Holta. Búið hefur leyfi fyrir sextíu þúsund fuglum en var ekki fullnýtt á þeim tíma er smitið kom upp. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og því engin hætta á að smit berist í menn eða önnur spendýr, en þeim fuglum sem höfðu smitast var slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar. „Það eru ekkert allir fuglarnir sem veikjast og þeir fuglar sem eru heilbrigðir eru fullkomlega hæfir til manneldis. Þeim verður bara slátrað þegar þeir eru tilbúnir til þess.“ Guðmundur segir málið vissulega vera erfitt viðureignar og það þurfi að huga að ýmsu. Það sé einfaldlega þannig í búskap að ýmislegt ófyrirséð geti komið upp og það hafi legið strax fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekara smit. „Við ákváðum að taka þetta strax af mikilli alvöru og reyna að axla ábyrgð og gera þetta faglega með Matvælastofnun og mæltum eindregið með því að það yrði farið í mjög miklar aðgerðir til þess að reyna að fyrirbyggja að þetta smit berist í alífuglaiðnað á Íslandi. Þá erum við líka að horfa á dýravelferðarmál og annað slíkt þannig það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist það sem við ætlum okkur að gera, að kæfa þetta bara í fæðingu,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs. Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Framkvæmdastjóri Reykjagarðs segir að það hafi tekið langan tíma að átta sig á stöðu mála þegar bera fór á kjúklingadauða á búi í Landsveit. Þrátt fyrir það tókst að varna því að smitið bærist í alla fugla búsins og eru eftirlifandi fuglar taldir hæfir til manneldis. Reykjagarður tilkynnti málið til Matvælastofnunar í lok júlí eftir að grunur vaknaði um smitsjúkdóm og voru veirusjúkdómarnir staðfestir með blóðrannsókn og krufningu. Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs, segir grun um veikindin hafa vaknað eftir veikindi og aukin dauðsföll á búinu í júlí en um var að ræða svokallaða Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólgu.Sjá einnig: Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma „Það fór að bera á veikindum í fuglum seinnipartinn í júlí og óeðlileg afföll þannig að við höfðum strax samband við Matvælastofnun og tilkynntum þeim um að það væri eitthvað óeðlilegt í gangi þarna. Síðan voru tekin sýni og annað og tók talsvert langan tíma að finna út úr því hvað væri hreinlega á seyði,“ segir Guðmundur. Fylgikvilli búskapar að ófyrirséðar aðstæður geta komið upp Guðmundur Svavarsson.Af vefsíðu Holta. Búið hefur leyfi fyrir sextíu þúsund fuglum en var ekki fullnýtt á þeim tíma er smitið kom upp. Báðir sjúkdómarnir finnast eingöngu í fuglum og því engin hætta á að smit berist í menn eða önnur spendýr, en þeim fuglum sem höfðu smitast var slátrað undir eftirliti Matvælastofnunar. „Það eru ekkert allir fuglarnir sem veikjast og þeir fuglar sem eru heilbrigðir eru fullkomlega hæfir til manneldis. Þeim verður bara slátrað þegar þeir eru tilbúnir til þess.“ Guðmundur segir málið vissulega vera erfitt viðureignar og það þurfi að huga að ýmsu. Það sé einfaldlega þannig í búskap að ýmislegt ófyrirséð geti komið upp og það hafi legið strax fyrir að grípa þyrfti til aðgerða til þess að koma í veg fyrir frekara smit. „Við ákváðum að taka þetta strax af mikilli alvöru og reyna að axla ábyrgð og gera þetta faglega með Matvælastofnun og mæltum eindregið með því að það yrði farið í mjög miklar aðgerðir til þess að reyna að fyrirbyggja að þetta smit berist í alífuglaiðnað á Íslandi. Þá erum við líka að horfa á dýravelferðarmál og annað slíkt þannig það er gríðarlega mikilvægt að okkur takist það sem við ætlum okkur að gera, að kæfa þetta bara í fæðingu,“ segir Guðmundur Svavarsson, framkvæmdastjóri Reykjagarðs.
Dýr Dýraheilbrigði Landbúnaður Rangárþing ytra Tengdar fréttir Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Kjúklingabú á Hólavöllum í einangrun vegna nýrra sjúkdóma Veirusjúkdómarnir Gumboro veiki og innlyksa lifrarbólga hafa greinst í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. 23. ágúst 2019 15:19