MAST veitir rekstrarleyfi til fiskeldis á Vestfjörðum eftir ógildingu úrskurðarnefndar Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2019 17:15 Frá eldiskvíum á Patreksfirði Vísir/Einar Árnason Matvælastofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin hafði áður óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrr í sumar. Matvælastofnun bárust athugasemdir frá tveimur aðilum vegna tillögunnar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði í september á síðasta ári. Hafa fyrirtækin síðan starfað samkvæmt bráðabirgðarekstrarleyfi Matvælastofnunar. Í október síðastliðnum voru gerðar breytingar á lögum um fiskeldi þar sem ráðherra var veitt heimild til að gefa út tímabundið rekstrarleyfi til allt að tíu mánaða. Leyfin voru felld úr gildi í september þar sem úrskurðarnefndin taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið. Mikið hefur verið deilt um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna. Þar hafa einna helst tekist á umhverfis- og byggðasjónarmið.Sjá einnig: Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldiArctic Sea Farm sótti upprunalega um rekstrarleyfi í september 2016 fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreks- og Tálknafirði. Matvælastofnun hefur nú fallist á að veita fyrirtækinu rekstrarleyfið. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og við gildistöku nýs rekstrarleyfis fellur bráðabirgðarekstrarleyfið úr gildi. Hámarkslífmassi eldisins í Patreks- og Tálknafirði mun ekki fara yfir 7.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna, er fram kemur í tilkynningunni frá Matvælastofnun. Þar kemur fram að tekið hafi verið tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins og að starfsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins er jafnframt sögð hafa farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við þar til gerð lög. Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00 Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34 Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Matvælastofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Arctic Sea Farm rekstrarleyfi fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreksfirði og Tálknafirði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun. Stofnunin hafði áður óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfi fyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrr í sumar. Matvælastofnun bárust athugasemdir frá tveimur aðilum vegna tillögunnar. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði áður fellt úr gildi rekstrarleyfi fyrirtækjanna fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði í september á síðasta ári. Hafa fyrirtækin síðan starfað samkvæmt bráðabirgðarekstrarleyfi Matvælastofnunar. Í október síðastliðnum voru gerðar breytingar á lögum um fiskeldi þar sem ráðherra var veitt heimild til að gefa út tímabundið rekstrarleyfi til allt að tíu mánaða. Leyfin voru felld úr gildi í september þar sem úrskurðarnefndin taldi að skort hefði á umræðu um valkosti í umhverfismati fyrir eldið. Mikið hefur verið deilt um starfsleyfi og rekstrarleyfi fyrirtækjanna. Þar hafa einna helst tekist á umhverfis- og byggðasjónarmið.Sjá einnig: Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldiArctic Sea Farm sótti upprunalega um rekstrarleyfi í september 2016 fyrir 6.800 tonna laxeldi í Patreks- og Tálknafirði. Matvælastofnun hefur nú fallist á að veita fyrirtækinu rekstrarleyfið. Úttekt starfsstöðva hefur farið fram og við gildistöku nýs rekstrarleyfis fellur bráðabirgðarekstrarleyfið úr gildi. Hámarkslífmassi eldisins í Patreks- og Tálknafirði mun ekki fara yfir 7.800 tonn sem er í samræmi við burðarþolsmat fjarðanna, er fram kemur í tilkynningunni frá Matvælastofnun. Þar kemur fram að tekið hafi verið tillit til áhættumats Hafrannsóknarstofnunar við útgáfu rekstrarleyfisins og að starfsemin sé einnig háð starfsleyfi Umhverfisstofnunar. Framkvæmd fyrirtækisins er jafnframt sögð hafa farið í gegnum mat á umhverfisáhrifum í samræmi við þar til gerð lög.
Fiskeldi Tálknafjörður Vesturbyggð Tengdar fréttir Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00 Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34 Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Sjá meira
Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22. júní 2019 08:00
Óskað eftir athugasemdum við tillögur að rekstrarleyfum fyrir laxeldi Arcti Sea Farm og Fjarðalax hafa starfað eftir bráðabirgðarekstrarleyfi eftir að þau voru felld úr gildi í september. 5. júlí 2019 17:34
Gat á sjókví í Tálknafirði Við köfunareftirlit sem átti sér stað fyrr í þessum mánuði, eða 6. ágúst sl., var nótarpoki heill. 19. ágúst 2019 16:07