Fótbolti

Jón Guðni og Rosenborg leika í Evrópudeildinni í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Framarinn Jón Guðni Fjóluson í leik með Krasnodar. Hann verður í eldlínunni á fimmtudagskvöldum í vetur.
Framarinn Jón Guðni Fjóluson í leik með Krasnodar. Hann verður í eldlínunni á fimmtudagskvöldum í vetur. vísir/getty
Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Krasnodar sem tapaði 2-1 fyrir Olympiacos í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Olympiacos vann fyrri leikinn 4-0 svo einvígið var svo gott sem lokið þegar liðin mættust í Rússlandi í kvöld.

Krasnodar komst yfir í kvöld en tvö mörk frá Youssef El Arabi tryggði Olympiacos 2-1 sigur og samanlagt 6-1 sigur Grikkjanna.





Jón Guðni lék allan tímann með Krasnodar sem spilar því í riðlakeppni Evrópudeildarinnar annað árið í röð.

Rosenborg náði ekki að vinna upp 2-0 tap gegn Dinamo Zagreb á heimavelli í Þrándheimi í kvöld en lokatölur urðu 1-1 eftir að Rosenborg komst yfir snemma leiks.

Rauða stjarnan er komið í riðlakeppnina eftir sigur í einvíginu gegn Young Boys. Samanlagt fór einvígið 3-3 en Rauða stjarnan skoraði tvö mörk á útivelli í fyrri leiknum og fara því áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×