Fótbolti

Jón Guðni og Rosenborg leika í Evrópudeildinni í vetur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Framarinn Jón Guðni Fjóluson í leik með Krasnodar. Hann verður í eldlínunni á fimmtudagskvöldum í vetur.
Framarinn Jón Guðni Fjóluson í leik með Krasnodar. Hann verður í eldlínunni á fimmtudagskvöldum í vetur. vísir/getty

Jón Guðni Fjóluson lék allan leikinn í vörn Krasnodar sem tapaði 2-1 fyrir Olympiacos í síðari leik liðanna í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Olympiacos vann fyrri leikinn 4-0 svo einvígið var svo gott sem lokið þegar liðin mættust í Rússlandi í kvöld.

Krasnodar komst yfir í kvöld en tvö mörk frá Youssef El Arabi tryggði Olympiacos 2-1 sigur og samanlagt 6-1 sigur Grikkjanna.
Jón Guðni lék allan tímann með Krasnodar sem spilar því í riðlakeppni Evrópudeildarinnar annað árið í röð.

Rosenborg náði ekki að vinna upp 2-0 tap gegn Dinamo Zagreb á heimavelli í Þrándheimi í kvöld en lokatölur urðu 1-1 eftir að Rosenborg komst yfir snemma leiks.

Rauða stjarnan er komið í riðlakeppnina eftir sigur í einvíginu gegn Young Boys. Samanlagt fór einvígið 3-3 en Rauða stjarnan skoraði tvö mörk á útivelli í fyrri leiknum og fara því áfram.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.