Innlent

Íslendingar meðal mestu ruslþjóða í Evrópu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Neysla er afar mikil á landinu okkar samkvæmt þessum tölum Eurostat.
Neysla er afar mikil á landinu okkar samkvæmt þessum tölum Eurostat. Vísir/Vilhelm
Aðeins þrjár þjóðir í Evrópu henda meira af rusli árlega heldur en Íslendingar. Nýjar tölur Hagstofu Evrópusambandsins, Eurostat, sem Morgunblaðið vísar til sýna að árið 2017 henti meðal Íslendingurinn um 656 kílóum af rusli.

Aðeins Danir, Norðmenn og Svisslendingar skila meira rusli af sér en við Íslendingar. Eftir efnahagshrunið 2008 minnkaði ruslmagnið á hvern Íslending töluvert en síðan þá hefur það aukist hratt.

Árið 2016 fór svo magnið á hvern íbúa í fyrsta sinn yfir ruslmetárið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×