Rafstuðtæki sem notað var í árás á skólalóð í Kópavogi var keypt á netinu Birgir Olgeirsson skrifar 28. ágúst 2019 11:18 Frá Kópavogi. FBL/Anton Rafstuðtæki sem fjórir drengir notuðu til að ráðast á 15 ára dreng á skólalóð í Kópavogi í gærkvöldi var keypt á netinu. Þetta segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, í samtali við Vísi. Lögreglan greindi frá þessari árás í dagbók sinni í morgun. Þar kom fram að fjórir drengir, á aldrinum 16 – 18 ára, réðust á fimmtán ára gamlan dreng í Kópavogi í gærkvöldi. Reyndin er sú að sá sem fyrir árásinni varð sat með þremur til fjórum til viðbótar á skólalóðinni við Hörðuvallaskóla og veittust drengirnir fjórir á hópinn. Þessi drengur sem var hins vegar tilgreindur í dagbók lögreglunnar var sá eini sem var með sjáanlega áverka eftir árásina en foreldrar hans fluttu hann á slysadeild. Drengirnir fjórir sem stóðu fyrir árásinni óku burt af vettvangi en voru handteknir í Rofabæ á tólfta tímanum í gærkvöldi og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku. Lögreglan tók rafstuðtæki, hníf og fleiri hluti af drengjunum sem stóðu fyrir árásinni. Heimir segir einn þeirra hafa upplýst við yfirheyrslu að hann keypti rafstuðtæki á netinu. Heimir segir að á þessari stundu sé ekki á hreinu hver ástæða árásarinnar var en hóparnir tveir virðast ekki hafa þekkst. Drengirnir fjórir sem stóðu fyrir árásinni eru sem fyrr segir á aldrinum 16 til 18 ára en Heimir segir þá alla á sakhæfisaldri og lögregla líti þessa árás mjög alvarlegum augum. Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Ráðist á unglinga með rafbyssu í Kópavogi Fjórir til fimm drengir á aldrinum 16 til 18 ára réðust á unglinga á skólalóð í Kópavogi í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar notuðu drengirnir rafbyssu, svokallaðan tacer, til árásárinnar 28. ágúst 2019 06:58 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Rafstuðtæki sem fjórir drengir notuðu til að ráðast á 15 ára dreng á skólalóð í Kópavogi í gærkvöldi var keypt á netinu. Þetta segir Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi í Kópavogi, í samtali við Vísi. Lögreglan greindi frá þessari árás í dagbók sinni í morgun. Þar kom fram að fjórir drengir, á aldrinum 16 – 18 ára, réðust á fimmtán ára gamlan dreng í Kópavogi í gærkvöldi. Reyndin er sú að sá sem fyrir árásinni varð sat með þremur til fjórum til viðbótar á skólalóðinni við Hörðuvallaskóla og veittust drengirnir fjórir á hópinn. Þessi drengur sem var hins vegar tilgreindur í dagbók lögreglunnar var sá eini sem var með sjáanlega áverka eftir árásina en foreldrar hans fluttu hann á slysadeild. Drengirnir fjórir sem stóðu fyrir árásinni óku burt af vettvangi en voru handteknir í Rofabæ á tólfta tímanum í gærkvöldi og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku. Lögreglan tók rafstuðtæki, hníf og fleiri hluti af drengjunum sem stóðu fyrir árásinni. Heimir segir einn þeirra hafa upplýst við yfirheyrslu að hann keypti rafstuðtæki á netinu. Heimir segir að á þessari stundu sé ekki á hreinu hver ástæða árásarinnar var en hóparnir tveir virðast ekki hafa þekkst. Drengirnir fjórir sem stóðu fyrir árásinni eru sem fyrr segir á aldrinum 16 til 18 ára en Heimir segir þá alla á sakhæfisaldri og lögregla líti þessa árás mjög alvarlegum augum.
Kópavogur Lögreglumál Tengdar fréttir Ráðist á unglinga með rafbyssu í Kópavogi Fjórir til fimm drengir á aldrinum 16 til 18 ára réðust á unglinga á skólalóð í Kópavogi í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar notuðu drengirnir rafbyssu, svokallaðan tacer, til árásárinnar 28. ágúst 2019 06:58 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Ráðist á unglinga með rafbyssu í Kópavogi Fjórir til fimm drengir á aldrinum 16 til 18 ára réðust á unglinga á skólalóð í Kópavogi í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar notuðu drengirnir rafbyssu, svokallaðan tacer, til árásárinnar 28. ágúst 2019 06:58