Fótbolti

Níu ára dóttir Luis Enrique lést eftir baráttu við krabbamein

Anton Ingi Leifsson skrifar
Enrique og dóttir hans Xana á góðri stundu.
Enrique og dóttir hans Xana á góðri stundu. vísir/getty
Níu ára dóttir knattspyrnustjórans Luis Enrique er látin eftir erfiða baráttu við krabbamein.Hinn 49 ára gamli Enrique staðfesti andlát dótturinnar, Xana Enrique, í kvöld en hún barðist við beinþynningu (e. osteosarcoma) og beinkrabbamein.Hún barðist við veikindin í fimm mánuði en Enrique skrifaði langa færslu á Twitter í kvöld. Þar þakkaði hann fyrir allar kveðjurnar sem honum hafði borist undanfarnar vikur og mánuði.Hann þakkaði einnig starfsfólkinu á spítalanum þar sem dóttir hans dvaldist en Enrique er fyrrum leikmaður bæði Barcelona og Real Madrid.Síðar meir þjálfaði hann Barcelona og tók svo við stjórnartaumunum hjá spænska landsliðinu áður en hann hætti í júní síðastliðnum af persónulegum ástæðum, ellefu mánuðum eftir að hann tók við.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.