Undirritar í dag friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum gegn orkuvinnslu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2019 12:15 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Vísir/Stöð 2 Umhverfisráðherra undirritar í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Undirritunin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum og segir ráðherrann að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst. Undirritunin fer fram klukkan 15.30 í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. „Ég er að fara að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum gegn orkuvinnslu. Þetta er langt ferli sem hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkunýtingu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Jökulsá á Fjöllum er fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar. „Jökulsá á Fjöllum er þá sú fyrsta og því vil ég meina að þetta séu ákveðin tímamót í friðlýsingu að fyrsta svæðið í rammaáætlun sé nú friðlýst gegn orkuvinnslu. Þetta er mikið fljót, vatnið hefur sorfið í gegnum tíðina alveg gríðarlega fallegar og flottar jarðmyndanir og er alveg einstakt svæði þannig verndin sem þarna er sett á gegn orkuvinnslu byggir á faglegu mati verkefnistjórnar og faghópa rammaáætlunar á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Hann segir að fleiri svæði munu bætast við á næstu vikum sem fyrirhugað er að friðlýsa. „Líka ýmsum svæðum sem að álag ferðamanna er mikið. Það er nýtt í þessum friðlýsingum að þá erum við að beita þessum friðlýsingum sem tæki til að vernda svæðin en jafnframt að byggja upp innviðina þannig að hægt sé að taka betur á móti gestum og koma umsjón á þessi svæði,“ sagði Guðmundur. Undirritunin fer fram á sama tíma og jökulsárhlaupið fer fram en um er að ræða hlaup eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs sem notið hefur mikilla vinsælda. Samhliða friðlýsingunni undirritar ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um stækkun hans sem nemur um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi. Norðurþing Orkumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Umhverfisráðherra undirritar í dag friðlýsingu vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum. Undirritunin er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum og segir ráðherrann að í framhaldinu verði fleiri svæði friðlýst. Undirritunin fer fram klukkan 15.30 í Ásbyrgi og er hluti af átaki stjórnvalda í friðlýsingum. „Ég er að fara að friðlýsa Jökulsá á Fjöllum gegn orkuvinnslu. Þetta er langt ferli sem hefur átt sér stað. Alþingi samþykkti árið 2013 rammaáætlun þar sem ákveðnar virkjanahugmyndir voru teknar af borðinu og ákveðið að friðlýsa þau svæði gegn orkunýtingu,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra. Jökulsá á Fjöllum er fyrsta friðlýsta svæðið í verndarflokki rammaáætlunar. „Jökulsá á Fjöllum er þá sú fyrsta og því vil ég meina að þetta séu ákveðin tímamót í friðlýsingu að fyrsta svæðið í rammaáætlun sé nú friðlýst gegn orkuvinnslu. Þetta er mikið fljót, vatnið hefur sorfið í gegnum tíðina alveg gríðarlega fallegar og flottar jarðmyndanir og er alveg einstakt svæði þannig verndin sem þarna er sett á gegn orkuvinnslu byggir á faglegu mati verkefnistjórnar og faghópa rammaáætlunar á sínum tíma,“ sagði Guðmundur. Hann segir að fleiri svæði munu bætast við á næstu vikum sem fyrirhugað er að friðlýsa. „Líka ýmsum svæðum sem að álag ferðamanna er mikið. Það er nýtt í þessum friðlýsingum að þá erum við að beita þessum friðlýsingum sem tæki til að vernda svæðin en jafnframt að byggja upp innviðina þannig að hægt sé að taka betur á móti gestum og koma umsjón á þessi svæði,“ sagði Guðmundur. Undirritunin fer fram á sama tíma og jökulsárhlaupið fer fram en um er að ræða hlaup eftir stígum Vatnajökulsþjóðgarðs sem notið hefur mikilla vinsælda. Samhliða friðlýsingunni undirritar ráðherra breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð um stækkun hans sem nemur um tveggja ferkílómetra svæði í Ásbyrgi.
Norðurþing Orkumál Skútustaðahreppur Umhverfismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira