Fótbolti

Bale bíður eftir því að Zidane verði rekinn eða félagaskiptaglugginn í Kína opnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale og Zidane.
Bale og Zidane. vísir/getty

Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, er tilbúinn að vera hjá Madrídarliðinu þangað til að kínverski félagaskiptaglugginn opnar aftur í nóvember eða að stjóri Real verður rekinn.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, virðist hafa lítin áhuga á því að nota Bale og er Wales-verjinn tilbúinn til þess að taka sín laun hjá félaginu þangað til í nóvember er möguleika númer eitt opnast.

Þá opnar nefnilega kínverski félagaskiptaglugginn á nýjan leik en Bale var nærri því að ganga í raðir Jiangsu Suning í sumarglugganum. Sá samningur datt þó upp fyrir á síðustu stundu.

Bale er áfram í herbúðum Real Madrid og möguleiki númer tvö er að Zinedine Zidane verði tekinn frá Real Madrid. Þeir tvö virðast ekki eiga samleið. Pressan er aðeins að færast á Zidane eftir hörmulegt undirbúningstímabil.

Wales-verjinn mun væntanlega byrja tímabilið á bekknum og sjá þá Vinicius og Luka Jovic byrja á kantinum á undan Bale en tímabilið á Spáni hefst um komandi helgi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.