Fótbolti

Bale bíður eftir því að Zidane verði rekinn eða félagaskiptaglugginn í Kína opnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bale og Zidane.
Bale og Zidane. vísir/getty
Gareth Bale, leikmaður Real Madrid, er tilbúinn að vera hjá Madrídarliðinu þangað til að kínverski félagaskiptaglugginn opnar aftur í nóvember eða að stjóri Real verður rekinn.

Zinedine Zidane, stjóri Real Madrid, virðist hafa lítin áhuga á því að nota Bale og er Wales-verjinn tilbúinn til þess að taka sín laun hjá félaginu þangað til í nóvember er möguleika númer eitt opnast.

Þá opnar nefnilega kínverski félagaskiptaglugginn á nýjan leik en Bale var nærri því að ganga í raðir Jiangsu Suning í sumarglugganum. Sá samningur datt þó upp fyrir á síðustu stundu.







Bale er áfram í herbúðum Real Madrid og möguleiki númer tvö er að Zinedine Zidane verði tekinn frá Real Madrid. Þeir tvö virðast ekki eiga samleið. Pressan er aðeins að færast á Zidane eftir hörmulegt undirbúningstímabil.

Wales-verjinn mun væntanlega byrja tímabilið á bekknum og sjá þá Vinicius og Luka Jovic byrja á kantinum á undan Bale en tímabilið á Spáni hefst um komandi helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×