Erlent

Ein stungin til bana í Ástralíu

Andri Eysteinsson skrifar
Frá miðbæ Sydney.
Frá miðbæ Sydney. Getty/Bloomberg
Að minnsta kosti ein er látin eftir að vopnaður maður gekk berserksgang í miðbæ Sydney og réðst þar á gangandi vegfarendur. Guardian greinir frá.

Maðurinn var vopnaður stóru eggvopni og er talinn hafa hafið árásarhrinu sína á CBD Hótelinu rétt eftir hádegi á áströlskum tíma. Þar stakk hann konu í bakið. Konan hefur nú verið flutt á sjúkrahús þar sem ástand hennar er sagt stöðugt og er hún ekki í lífshættu.

Maðurinn hélt frá CBD hótelinu að Clarence Street þar sem hann myrti konu með hnífsstungu. Árásarmaðurinn réðst að fleiri vegfarendum en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var að endingu stöðvaður við Wynyward lestarstöðina. Þar vörðust menn honum með stól og plastkassa undan mjólkurfernum.

Lögreglan segir ekki ljóst hver ástæða árásarinnar sé en staðfestir að maðurinn hafi verið einn á ferð. Útlit sé fyrir að manninum hafi ekki verið ögrað og því hafi hann gripið til árása af tilefnislausu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×