Fjórtán ára með sex mörk í fyrsta leiknum með 19 ára liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Youssoufa Moukoko fagnar marki með Dortmund. Þau hafa verið 83 á síðustu tveimur tímabilum með sautján ára liði félagsins. Getty/Mika Volkmann Youssoufa Moukoko er farinn að skapa sér nafn í fótboltanum þótt að hann sé ennþá bara á fermingaraldri. Moukoko er leikmaður þýska liðsins Borussia Dortmund og er sannkallað undrabarn í fótboltanum. Hann fékk um helgina sitt fyrsta tækifæri sitt með nítján ára liði félagsins og var því að spila með strákum sem eru allt að fimm árum eldri en hann. Youssoufa Moukoko gerði mun betur en að standast það próf. Hann skoraði sex mörk í þessum fyrsta leik sínum með nítján ára liði Dortmund.He's 14-years-old pic.twitter.com/OiP143xP6K — ESPN FC (@ESPNFC) August 12, 2019Þessi strákur er fæddur seint í nóvember árið 2004 og er því enn bara fjórtán ára gamall. Hann skoraði tvennu í fyrsta leik sínum með sautján ára liði Dortmund en þá var hann bara tólf ára. Í fyrra átti hann magnað tímabil með sautján ára liði Dortmund þegar hann skoraði 46 mörk í aðeins 25 leikjum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað 83 mörk í 50 leikjum með umræddu sautján ára liði Dortmund. Hann hefur nú „loksins“ náð þeim aldrei að mega spila með nítján ára liðinu og nýtti sér þann rétt með því að skora tvöfalda þrennu á móti SG Unterrath. Moukoko er þó ekki á leiðinni inn í meistaraflokkslið Dortmund alveg strax. Reglurnar segja að hann megi ekki spila með aðalliðinu fyrr en tímabilið 2021 til 2022 eða þegar hann verður sextán ára gamall. Moukoko er samt farinn að þéna peninga fyrir fótboltann. Hann skrifaði undir samning við Nike í maí sem þýskir miðlar segja að hann hafi fengið 10 milljónir evra fyrir eða 1379 milljónir íslenskra króna. Auðvitað hafa komið upp efasemdir að Youssoufa Moukoko sé svona ungur en faðir hans var fljótur að benda á það að strákurinn getur varla verið eldri þar sem að móðir hans er bara 28 ára gömul. Þýski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira
Youssoufa Moukoko er farinn að skapa sér nafn í fótboltanum þótt að hann sé ennþá bara á fermingaraldri. Moukoko er leikmaður þýska liðsins Borussia Dortmund og er sannkallað undrabarn í fótboltanum. Hann fékk um helgina sitt fyrsta tækifæri sitt með nítján ára liði félagsins og var því að spila með strákum sem eru allt að fimm árum eldri en hann. Youssoufa Moukoko gerði mun betur en að standast það próf. Hann skoraði sex mörk í þessum fyrsta leik sínum með nítján ára liði Dortmund.He's 14-years-old pic.twitter.com/OiP143xP6K — ESPN FC (@ESPNFC) August 12, 2019Þessi strákur er fæddur seint í nóvember árið 2004 og er því enn bara fjórtán ára gamall. Hann skoraði tvennu í fyrsta leik sínum með sautján ára liði Dortmund en þá var hann bara tólf ára. Í fyrra átti hann magnað tímabil með sautján ára liði Dortmund þegar hann skoraði 46 mörk í aðeins 25 leikjum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað 83 mörk í 50 leikjum með umræddu sautján ára liði Dortmund. Hann hefur nú „loksins“ náð þeim aldrei að mega spila með nítján ára liðinu og nýtti sér þann rétt með því að skora tvöfalda þrennu á móti SG Unterrath. Moukoko er þó ekki á leiðinni inn í meistaraflokkslið Dortmund alveg strax. Reglurnar segja að hann megi ekki spila með aðalliðinu fyrr en tímabilið 2021 til 2022 eða þegar hann verður sextán ára gamall. Moukoko er samt farinn að þéna peninga fyrir fótboltann. Hann skrifaði undir samning við Nike í maí sem þýskir miðlar segja að hann hafi fengið 10 milljónir evra fyrir eða 1379 milljónir íslenskra króna. Auðvitað hafa komið upp efasemdir að Youssoufa Moukoko sé svona ungur en faðir hans var fljótur að benda á það að strákurinn getur varla verið eldri þar sem að móðir hans er bara 28 ára gömul.
Þýski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Glódis Perla spöruð á bekknum „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Wenger á móti umbuninni sem Man. Utd og Tottenham þrá Þorleifur snýr heim í Breiðablik Staðfestir brottför frá Liverpool Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Sjá meira