Fótbolti

Sjáðu mörkin fimm sem Orri Steinn skoraði fyrir sautján ára landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska 17 ára landsliðið.
Íslenska 17 ára landsliðið. Mynd/KSÍ

Íslenska sautján ára landslið karla í knattspyrnu tryggði sér sjöunda sætið á Opna Norðurlandamótinu með stórsigri á frændum okkar í Færeyjum.

Íslensku strákarnir unnu leikinn 6-0 og það var einkum frammistaða Gróttustráksins Orra Steins Óskarssonar sem vakti athygli.

Orri Steinn skoraði fimm mörk í leiknum og Ísak Andri Sigurgeirsson bætti því sjötta við.

Knattspyrnusambandið hefur nú sett inn myndband á miðla sína með mörkunum úr leiknum.

Orri Steinn skoraði mörkin sín á 21., 43., 51., 54. og 58. mínútu leiksins en hann skoraði fimm fyrstu mörkin. Varamaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson skoraði síðan síðasta markið á 82. mínútu.

Orri Steinn Óskarsson verður ekki fimmtán ára fyrr en í lok mánaðarins en hann hefur nú skorað 6 mörk í 3 landsleikjum fyrir sautján ára landsliðið.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leiknum.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.