Samkomulagið „undirritað og hátíðlegt“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis. Vísir/vilhelm Forseti Alþingis segist ekki eiga von á öðru en að samkomulag um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann á stuttu sumarþingi í lok ágúst muni halda. Þá sé ótímabært að segja til um hvort og hvaða áhrif skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa á hugsanlegar mannabreytingar í nefndum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í morgun með formönnum þingflokka um þingstörfin framundan. Að þeim fundi loknum hófst annar fundur þar sem fjallað var um endurskoðun þingskaparlaga. Steingrímur segir þá vinnu ekki tengjast þeirri umræðu sem uppi var við lok vorþings sem dróst verulega fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orku pakkann.„Það er alls ekkert aðalatriðið í þessu starfi sem við erum að hrinda af stað núna,“ segir Steingrímur. „Það hefur alltaf staðið til að sú vinna sem unnin hefur verið að undanförnu, enda að nálgast áratug síðan að gerðar voru teljandi breytingar á þingsköpum, að henni yrði ekki bara hent heldur yrði þræðinum haldið og glímt við það að gera tilteknar breytingar á þingsköpum sem að lengi hafa verið ræddar.“ Alþingi kemur saman á stuttum þingstubbi þann 28. ágúst til að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann samkvæmt samkomulagi sem gert var um þinglok fyrr í sumar. Aðspurður kveðst Steingrímur ekki eiga von á öðru en að það haldi. „Já að sjálfsögðu, ég geng algjörlega út frá því og heyri ekkert annað. Það er undirritað og hátíðlegt og í raun og veru mjög skýrt þannig að það á ekki að vera okkur neitt vandamál að fylla inn í það.“Ótímabært að segja til um mannabreytingar í þingnefndum Viðbúið er að nýr dómsmálaráðherra taki við embætti af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur áður en haustþing kemur saman aðra vikuna í september. Sigríður Andersen hefur enn ekki tekið sæti í þingnefnd eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra. Aðspurður segist Steingrímur ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa áhrif á skipun þingnefnda, og eftir atvikum, formennsku í nefndum. „Það er náttúrlega í fyrsta lagi algjörlega í valdi þess flokks sem þarna í hlut á og svo ríkisstjórnarinnar ef að gerðar eru breytingar þar þá er það eitthvað sem þingið blandar sér ekkert í. Svo koma þá bara tilkynningar frá viðkomandi flokki eða þingflokkum ef að gerðar verða einhverjar tilfærslur á mönnum. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi fyrr en ég fæ eitthvað í hendurnar um það,“ segir Steingrímur. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Forseti Alþingis segist ekki eiga von á öðru en að samkomulag um að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann á stuttu sumarþingi í lok ágúst muni halda. Þá sé ótímabært að segja til um hvort og hvaða áhrif skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa á hugsanlegar mannabreytingar í nefndum þingsins. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fundaði í morgun með formönnum þingflokka um þingstörfin framundan. Að þeim fundi loknum hófst annar fundur þar sem fjallað var um endurskoðun þingskaparlaga. Steingrímur segir þá vinnu ekki tengjast þeirri umræðu sem uppi var við lok vorþings sem dróst verulega fram á sumar vegna málþófs Miðflokksmanna um þriðja orku pakkann.„Það er alls ekkert aðalatriðið í þessu starfi sem við erum að hrinda af stað núna,“ segir Steingrímur. „Það hefur alltaf staðið til að sú vinna sem unnin hefur verið að undanförnu, enda að nálgast áratug síðan að gerðar voru teljandi breytingar á þingsköpum, að henni yrði ekki bara hent heldur yrði þræðinum haldið og glímt við það að gera tilteknar breytingar á þingsköpum sem að lengi hafa verið ræddar.“ Alþingi kemur saman á stuttum þingstubbi þann 28. ágúst til að ljúka umræðu um þriðja orkupakkann samkvæmt samkomulagi sem gert var um þinglok fyrr í sumar. Aðspurður kveðst Steingrímur ekki eiga von á öðru en að það haldi. „Já að sjálfsögðu, ég geng algjörlega út frá því og heyri ekkert annað. Það er undirritað og hátíðlegt og í raun og veru mjög skýrt þannig að það á ekki að vera okkur neitt vandamál að fylla inn í það.“Ótímabært að segja til um mannabreytingar í þingnefndum Viðbúið er að nýr dómsmálaráðherra taki við embætti af Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur áður en haustþing kemur saman aðra vikuna í september. Sigríður Andersen hefur enn ekki tekið sæti í þingnefnd eftir að hún lét af embætti dómsmálaráðherra. Aðspurður segist Steingrímur ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort eða með hvaða hætti skipun nýs dómsmálaráðherra muni hafa áhrif á skipun þingnefnda, og eftir atvikum, formennsku í nefndum. „Það er náttúrlega í fyrsta lagi algjörlega í valdi þess flokks sem þarna í hlut á og svo ríkisstjórnarinnar ef að gerðar eru breytingar þar þá er það eitthvað sem þingið blandar sér ekkert í. Svo koma þá bara tilkynningar frá viðkomandi flokki eða þingflokkum ef að gerðar verða einhverjar tilfærslur á mönnum. Ég get ekki sagt um það á þessu stigi fyrr en ég fæ eitthvað í hendurnar um það,“ segir Steingrímur.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira