Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Kaupendur tveggja íbúða að Árskógum krefjast þess að Félag eldri borgara afhendi sér lykla af þeim enda sé afhendingafrestur löngu liðinn. Annar þeirra hefur hafnað sáttatilboði Félags eldri borgara en hinn segir að hægt sé að ræða sættir eftir að lyklar hafi verið afhentir. Lögmaður félags eldri borgara segir ómögulegt að afhenda lyklana nema fallist sé á sáttatilboð félagsins. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður fjallað um brotastarfsemi á vinnumarkaði. Verkalýðsfélögin gera kröfur sem hlaupa á hundruðum milljóna ár hvert, brotin tengjast yfirleitt vangreiddum launum, álagsgreiðslum og ýmsum réttindabrotum.

Í dag eru fjögur ár frá því að Rússar lögðu viðskiptabann á Ísland, sem var svar við alþjóðlegum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi sem Ísland tekur þátt í. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segja of mikla hagsmuni í húfi og ekki sé hægt að réttlæta þátttöku Íslands í þvingunaraðgerðum. Rætt verður um málið við utanríkisráðherra sem segir meðal annars að allir eigi mikið undir því að alþjóðalög séu virt.

Í fréttatímanum hittum við líka krakka sem fundu lundapysju á vappi í Breiðholti sem er afar óvenjulegt.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis kl. 18:30




Fleiri fréttir

Sjá meira


×