Fundu leifar forsögulegrar risamörgæsar á stærð við mann Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 12:42 Teikning af stærð risamörgæsarinnar borið saman við manneskju. AP/Canterbury-safnið Fornleifafræðingar fundu leifar risamörgæsar á Nýja-Sjálandi sem er talinn hafa synt um hafið á suðurhveli jarðar fyrir um 66 milljónum ára. Mörgæsin er talin hafa verið á stærð við mann, um 160 sentímetrar á hæð og allt að áttatíu kíló að þyngd. Steingerð bein úr risamörgæsinni sem var nefnd Crassvallia waiparensis fundust í Norður-Canterbury í fyrra. Þau benda til þess að hún hafi lifað á paleósentímabilinu fyrir 66 til 56 milljónum ára. Á þeim tíma var Nýja-Sjáland enn tengt Ástralíu sem var jafnframt landtengd Suðurskautslandinu. Risamörgæsin er sögð líkjast annarri forsögulegri mörgæs sem leifar hafa fundist um á Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að mörgæsategundin hafi orðið svo stór eftir að stór sjávarskriðdýr hurfu úr höfum jarðar um svipað leyti og risaeðlurnar dóu út. Mörgæsirnar hafi svamlað um höfin á suðurhveli jarðar í um þrjátíu milljónir ára. Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsategund nútímans, verður um 120 sentímetrar á hæð. Paul Scofield, safnstjóri Canterbury-safnsins á Nýja-Sjálandi, segir að aðstæður í hafinu hafi verið sérstaklega hagstæðar fyrir mörgæsirnar á þeim tíma. „Sjávarhitinn í kringum Nýja-Sjáland var fullkominn á þessum tíma, um 25°C borið saman við þær 8°C sem hann er núna,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hvers vegna risamörgæsin hvarf af sjónarsviðinu. Vísindamenn leiða því líkum að hún hafi orðið undir í samkeppninni við önnur sjávardýr. Eftir að skriðdýrin hurfu úr hafinu átti mörgæsin sér enga stóra keppninauta fyrr en tannhvalir og selir komu til sögunnar mörgum milljónum ára síðar. Doktor Paul Scofield, safnstjóri við Canterbury-safnið, með bein úr risamörgæsinni við hlið uppstoppaðrar keisaramörgæsar, stærstu núlifandi mörgæsategundinni.AP/Mark Baker Dýr Fornminjar Nýja-Sjáland Vísindi Risaeðlur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Fornleifafræðingar fundu leifar risamörgæsar á Nýja-Sjálandi sem er talinn hafa synt um hafið á suðurhveli jarðar fyrir um 66 milljónum ára. Mörgæsin er talin hafa verið á stærð við mann, um 160 sentímetrar á hæð og allt að áttatíu kíló að þyngd. Steingerð bein úr risamörgæsinni sem var nefnd Crassvallia waiparensis fundust í Norður-Canterbury í fyrra. Þau benda til þess að hún hafi lifað á paleósentímabilinu fyrir 66 til 56 milljónum ára. Á þeim tíma var Nýja-Sjáland enn tengt Ástralíu sem var jafnframt landtengd Suðurskautslandinu. Risamörgæsin er sögð líkjast annarri forsögulegri mörgæs sem leifar hafa fundist um á Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að mörgæsategundin hafi orðið svo stór eftir að stór sjávarskriðdýr hurfu úr höfum jarðar um svipað leyti og risaeðlurnar dóu út. Mörgæsirnar hafi svamlað um höfin á suðurhveli jarðar í um þrjátíu milljónir ára. Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsategund nútímans, verður um 120 sentímetrar á hæð. Paul Scofield, safnstjóri Canterbury-safnsins á Nýja-Sjálandi, segir að aðstæður í hafinu hafi verið sérstaklega hagstæðar fyrir mörgæsirnar á þeim tíma. „Sjávarhitinn í kringum Nýja-Sjáland var fullkominn á þessum tíma, um 25°C borið saman við þær 8°C sem hann er núna,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hvers vegna risamörgæsin hvarf af sjónarsviðinu. Vísindamenn leiða því líkum að hún hafi orðið undir í samkeppninni við önnur sjávardýr. Eftir að skriðdýrin hurfu úr hafinu átti mörgæsin sér enga stóra keppninauta fyrr en tannhvalir og selir komu til sögunnar mörgum milljónum ára síðar. Doktor Paul Scofield, safnstjóri við Canterbury-safnið, með bein úr risamörgæsinni við hlið uppstoppaðrar keisaramörgæsar, stærstu núlifandi mörgæsategundinni.AP/Mark Baker
Dýr Fornminjar Nýja-Sjáland Vísindi Risaeðlur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira