Fótbolti

74 milljónir punda og Coutinho heillaði ekki PSG sem vilja meiri pening og fleiri leikmenn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neymar.
Neymar. vísr/getty
Ferð Barcelona til Parísar í gær til þess að tryggja sér brasilísku stórstjörnuna Neymar gekk ekki eins og vonir stóðu til. Fyrsta tilboði spænsku meistaranna var hafnað.Yfirmaður knattspyrnumála, Eric Abidal, og stjórnarmaðurinn, Javier Bordas, ferðuðust til Parísar í gær þar sem þeir ræddu við Leonardo og Andre Cury en Leonardo er yfirmaður PSG.Félögin hafa komist að einu samkomulagi til þessa en það felur í sér að Philippe Coutinho komi í skiptum fyrir Neymar. Þó er verðmiðinn enn í lausu lofti og hversu margir leikmenn fara í skiptum.Börsungar telja að Coutinho kosti 110 milljónir punda en Parísarliðið er ekki sammála því verðlagi eftir erfiða tíma Coutinho hjá Barcelona.PSG hefur stungið upp á samning sem hljóðar upp á Nelson Semedo og Coutinho. Auk þess myndi Barcelona borga 110 milljónir punda en ólíklegt er að Barcelona samþykki þetta tilboð þar sem þeir vilja ekki missa Semedo.Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu áfram en rúmlega hálfur mánuður er þangað til að félagaskiptaglugginn lokar á Spáni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.