„Ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum en þeim mun ekki takast það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2019 10:30 Megan Rapinoe of félagar í bandaríska landsliðinu hafa mikinn stuðning eftir sigur þeirra á HM í sumar. Getty/Al Bello Málamiðlun bandarísku landsliðskvennanna og bandaríska knattspyrnusambandsins skilaði engum árangri og því er ljóst að deilumál þeirra og kæra knattspyrnukvennanna endar í réttarsal. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu knattspyrnusambandið sitt fyrir að borga þeim ekki jafnhá laun og bónusa og þeir borga leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar. Krafa bandarísku fótboltakvennanna fékk mikinn hljómgrunn eftir frábæra frammistöðu þeirra á HM í Frakklandi í sumar og svo mikinn að nokkrar þingkonur lögðu meðal annars fram frumvarp um að íþróttasambönd Bandaríkjanna yrðu hér eftir að borga konum og körlum jafnmikið. Bandaríska sambandið hefur svarað með tölum um að þeir hafi borgað leikmönnum kvennalandsliðsins meira í heildina en leikmönnum karlalandsliðið. Bandarísku konurnar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í röð en karlarnir komust ekki á síðasta HM. Málamiðlun milli deiluaðila fór fram í þessari viku og átti þar að reyna finna lausn á deilunni svo að málið þyrfti ekki að fara fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska liðsins hafa nú komið fram og sagt að þessari málamiðlun sé lokið án árangurs.US women's soccer players say mediation talks with federation ended without resolution and dispute over equal pay will now head to jury trial https://t.co/sOqYuughW7 — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019„Við komum vongóðar inn í málamiðlun vikunnar. Við höfum hins vegar ákveðið að enda þessar viðræður í dag enda mjög vonsviknar með bandaríska sambandið sem er áfram staðráðið að halda úti mismunun og órétti gagnvart leikmönnum kvennalandsliðsins,“ sagði Molly Levinson, talsmaður bandarísku leikmannanna í viðtali við CBC. Bandaríska sambandið segist hafa mætt í sáttahug en sakar leikmennina um alltof miklar kröfur og óárangursríka nálgun. Við metum okkar leikmenn að verðleikum og höfum alltaf sýnt það með því að borga þeim bætur og styðja betur við bakið á þeim en nokkuð annað samband í heiminum,“ segir í yfirlýsingu frá bandarísk knattspyrnusambandinu. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu sambandið sitt í mars fyrir kynjamismun og næst á dagskrá eru réttarhöld. „Það er greinilega að bandaríska knattspyrnusambandið, þar á meðal stjórnin og forsetinn Carlos Cordeiro, ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum. Þeim mun ekki takast það. Við viljum að allir stuðningsmenn okkar, styrktaraðilar, kollegar og allar konur út um allan heim viti að við erum hvergi smeykar og að við getum ekki beðið eftir að fara með þetta mál fyrir kviðdóm,“ sagði Molly Levinson. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira
Málamiðlun bandarísku landsliðskvennanna og bandaríska knattspyrnusambandsins skilaði engum árangri og því er ljóst að deilumál þeirra og kæra knattspyrnukvennanna endar í réttarsal. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu knattspyrnusambandið sitt fyrir að borga þeim ekki jafnhá laun og bónusa og þeir borga leikmönnum karlalandsliðs þjóðarinnar. Krafa bandarísku fótboltakvennanna fékk mikinn hljómgrunn eftir frábæra frammistöðu þeirra á HM í Frakklandi í sumar og svo mikinn að nokkrar þingkonur lögðu meðal annars fram frumvarp um að íþróttasambönd Bandaríkjanna yrðu hér eftir að borga konum og körlum jafnmikið. Bandaríska sambandið hefur svarað með tölum um að þeir hafi borgað leikmönnum kvennalandsliðsins meira í heildina en leikmönnum karlalandsliðið. Bandarísku konurnar hafa unnið tvo heimsmeistaratitla í röð en karlarnir komust ekki á síðasta HM. Málamiðlun milli deiluaðila fór fram í þessari viku og átti þar að reyna finna lausn á deilunni svo að málið þyrfti ekki að fara fyrir dómstóla. Leikmenn bandaríska liðsins hafa nú komið fram og sagt að þessari málamiðlun sé lokið án árangurs.US women's soccer players say mediation talks with federation ended without resolution and dispute over equal pay will now head to jury trial https://t.co/sOqYuughW7 — CBC Sports (@cbcsports) August 15, 2019„Við komum vongóðar inn í málamiðlun vikunnar. Við höfum hins vegar ákveðið að enda þessar viðræður í dag enda mjög vonsviknar með bandaríska sambandið sem er áfram staðráðið að halda úti mismunun og órétti gagnvart leikmönnum kvennalandsliðsins,“ sagði Molly Levinson, talsmaður bandarísku leikmannanna í viðtali við CBC. Bandaríska sambandið segist hafa mætt í sáttahug en sakar leikmennina um alltof miklar kröfur og óárangursríka nálgun. Við metum okkar leikmenn að verðleikum og höfum alltaf sýnt það með því að borga þeim bætur og styðja betur við bakið á þeim en nokkuð annað samband í heiminum,“ segir í yfirlýsingu frá bandarísk knattspyrnusambandinu. Leikmenn bandaríska landsliðsins kærðu sambandið sitt í mars fyrir kynjamismun og næst á dagskrá eru réttarhöld. „Það er greinilega að bandaríska knattspyrnusambandið, þar á meðal stjórnin og forsetinn Carlos Cordeiro, ætla sér að halda áfram að borga konum minna en körlum. Þeim mun ekki takast það. Við viljum að allir stuðningsmenn okkar, styrktaraðilar, kollegar og allar konur út um allan heim viti að við erum hvergi smeykar og að við getum ekki beðið eftir að fara með þetta mál fyrir kviðdóm,“ sagði Molly Levinson.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Dagskráin í dag: Allt undir í Smáranum Sport Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Fleiri fréttir Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Sjá meira