Fótbolti

Stuðningsmennirnir ósáttir svo Bielsa er hættur að gefa upp byrjunarliðið löngu fyrir leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Marcelo Bielsa.
Marcelo Bielsa. vísir/getty
Marcelo Bielsa, stjóri Leeds United í ensku B-deildinni, er einn skemmtilegasti karakterinn í enska boltanum í dag og það sannaðist enn frekar á síðustu leiktíð.

Á blaðamannafundi í janúar síðastliðnum kom hann öllum á óvart er hann sagði frá því að hann hefði sent njósnara á æfingasvæði Derby fyrir leik liðanna.

Þetta vakti mikla athygli en Bielsa greindi frá þessu sjálfur. Hann sagðist ekki hafa gert neitt rangt og hélt uppteknum hætti á síðustu leiktíð er hann gaf blaðamönnum byrjunarlið Leeds nokkrum dögum fyrir leik.

Leeds heimsækir Wigan um helgina og virtist Bielsa vera fara gefa upp byrjunarliðið á blaðamannafundi gærdagsins áður en honum skyndilega snérist hugur.







„Ég get ekki gefið upp liðið tveimur dögum fyrir leik, því eins og stuðningsmennirnir sögðu þá er ég að gefa andstæðingnum forskot og ekki okkar liði,“ sagði Bielsa.

„En svona á milli okkar, þá verður sama liðið,“ grínaðist Bielsa svo en líklegt verður þó að telja að það verði sama liðið á morgun og gerði 1-1 jafntefli við Nottingham Forest í fyrstu umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×