Erlent

Einn látinn í óveðri í Japan

Andri Eysteinsson skrifar
Stormurinn náði landi 15. ágúst
Stormurinn náði landi 15. ágúst Getty/ Asahi Simbun

Einn er látinn eftir að stormurinn Krosa náði landi í Japan í gær. Þá hafa 49 til viðbótar slasast vegna áhrifa óveðursins.

Krosa náði landi nærri Hiroshima í suðurhluta Japan í gær, fimmtudag og þokast stormurinn í norðurátt, segir veðurstofa Japan en BBC greinir frá.

Yfirvöld í Japan hafa mælt með því að yfir 400.000 manns yfirgefi heimili sín og leiti sér öruggs skjóls. Þá hefur flugi og lestarferðum um svæðið verið frestað en mikill háannatími er í ferðamennsku á svæðinu en þessa dagana fer fram Bon hátíðin þar sem milljónir manna halda í heimabæi sína og votta forfeðrum sínum virðingu. 800 flug- og lestarferðum var aflýst vegna veðursins. Þá hefur áætluðum ferjusiglingum til eyjarinnar Shikoku verið aflýst.

Þá greinir japanska fréttaveitan Kyodo frá því að 82 ára gamall maður hafi látist í Hiroshima eftir að hafa fallið í sæ er hann reyndi að festa bát sinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.