Innlent

Styðjast við mynd sem Belginn sendi móður sinni

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá leit í Þingvallavatni um helgina.
Frá leit í Þingvallavatni um helgina. Mynd/Landsbjörg
Lögreglan á Suðurlandi hefur stuðst við farsímagöng við leit að belgíska ferðamanninum sem talið er að hafi farið í Þingvallavatn. Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir í samtali við Vísi að lögreglan styðjist við mynd sem Belginn sendi móður sinni áður en hann fór á kajak út á Þingvallavatn á laugardag. Fréttastofa Ríkisútvarpsins greindi fyrst frá.

Kafarar frá sérsveit ríkislögreglustjóra. Landhelgisgæslunni, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, og slysavarnafélaginu Landsbjörg leita nú í Þingvallavatni en lögreglan hefur þrengt leitarsvæðið við suðurenda Þingvallavatns, þar sem Villingavatn er.

Lögreglan ákvað að þrengja leitarsvæðið við þann hluta vatnsins eftir að hafa farið yfir farsímagögn mannsins og séð mynd sem hann sendi móður sinni. Einungis er notast við kafara við leitina í dag.

Belginn heitir Björn Debecker og er 41 árs gamall tveggja barna faðir frá Lueven.

Gengið er út frá því að Debecker hafi fallið útbyrðis þegar hann sigldi á kajak á vatninu um helgina. Debecker er menntaður verkfræðingur og mikill heimshornaflakkari. Hann hafi komið víða við á ferðalögum sínum um heiminn og m.a. tjaldað við jökulrætur í Alaska, skíðað í Ölpunum og kafað í Víetnam. Þá hafi hann einnig verið búsettur í Noregi á tímabili.

Kafarar leituðu einnig í vatninu í gær en leitin hefur engan árangur borið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×