Fótbolti

Horfir á markið sem hann skoraði í úrslitaleiknum á hverju kvöldi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Richarlison var nokkuð sáttur með markið sem hann skoraði úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar.
Richarlison var nokkuð sáttur með markið sem hann skoraði úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar. vísir/getty

Richarlison, leikmaður Everton, skoraði markið sem gulltryggði Brasilíu sigur á Perú í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar á heimavelli í sumar. Hann er svo ánægður með markið að hann horfir á það á hverju einasta kvöldi.

Richarlison skoraði þriðja mark Brasilíu úr vítaspyrnu á lokamínútu úrslitaleiksins. Brassar unnu, 3-1, og urðu þar með Suður-Ameríkumeistarar í fyrsta sinn frá 2007.

„Ég hef horft á markið á hverju einasta kvöldi. Þetta tók tíma að síast inn, hvað við afrekuðum í raun og veru,“ sagði Richarlison.

Hann var í byrjunarliði Brasilíu í byrjun Suður-Ameríkukeppninnar en veiktist svo af hettusótt fyrir leikinn gegn Paragvæ í 8-liða úrslitum.

„Þetta var mikið afrek, sérstaklega í ljósi erfiðleikanna sem ég lenti í á meðan mótinu stóð. Þetta var erfitt og að einhverju leyti kraftaverk að ég hafi verið svona fljótur að jafna mig.“

Richarlison hefur skorað sex mörk í 13 landsleikjum fyrir Brasilíu.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.