Fótbolti

Rúrik fagnaði sigri gegn gömlu félögunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúrik hefur leikið með Sandhausen síðan í janúar 2018.
Rúrik hefur leikið með Sandhausen síðan í janúar 2018. vísir/getty
Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen sem vann 3-2 sigur á Nürnberg í þýsku B-deildinni í kvöld.Rúrik lék með Nürnberg áður en hann fór til Sandhausen í ársbyrjun 2018 og fagnaði því sigri á sínum gömlu félögum í kvöld.Þetta var fyrsti sigur Sandhausen á tímabilinu. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjá leiki.Rúrik lék sem fremsti maður hjá Sandhausen í kvöld. Hann var tekinn af velli á 78. mínútu, í stöðunni 2-2. Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Philip Turpitz sigurmark Sandhausen.Næsti leikur Rúriks og félaga er gegn Heidenheim sunnudaginn 25. ágúst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.