Fótbolti

Rúrik fagnaði sigri gegn gömlu félögunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúrik hefur leikið með Sandhausen síðan í janúar 2018.
Rúrik hefur leikið með Sandhausen síðan í janúar 2018. vísir/getty

Rúrik Gíslason var í byrjunarliði Sandhausen sem vann 3-2 sigur á Nürnberg í þýsku B-deildinni í kvöld.


Rúrik lék með Nürnberg áður en hann fór til Sandhausen í ársbyrjun 2018 og fagnaði því sigri á sínum gömlu félögum í kvöld.

Þetta var fyrsti sigur Sandhausen á tímabilinu. Liðið er í 8. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir þrjá leiki.

Rúrik lék sem fremsti maður hjá Sandhausen í kvöld. Hann var tekinn af velli á 78. mínútu, í stöðunni 2-2. Þegar mínúta var til leiksloka skoraði Philip Turpitz sigurmark Sandhausen.

Næsti leikur Rúriks og félaga er gegn Heidenheim sunnudaginn 25. ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.