Lífið

Hefur dreymt um að verða söngvari frá barns­aldri

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Berglind elskar að hugsa um hundinn sinn og stunda útivist með honum.
Berglind elskar að hugsa um hundinn sinn og stunda útivist með honum. Miss Universe Iceland
Miss Universe Iceland 2019 fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður keppnin í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe.Berglind Kristjánsdóttir er meðal þátttakenda. Berglind er mikill dýraunnandi hún elskar að hugsa um hundinn sinn, að synda, ganga á fjöll, elda og baka. Berglind er lærður þjónn og hefur náð miklum árangri í alþjóðlegum keppnum. Lífið yfirheyrði Berglindi:Morgunmaturinn?

Vegan grísk jógúrt með eplum og hafra kókos granola.Helsta freistingin?

Súkkulaðihúðuð jarðarber.Hvað ertu að hlusta á?

Meghan Trainor - Woman Up!

Hvaða bók er á náttborðinu?

EnginHver er þín fyrirmynd?

Mamma mínHvað ætlarðu að gera í sumarfríinu?

Helgarferð til KaupmannahafnarUppáhaldsmatur?

Ristað brauð með vegan smjöri og banana

Berglindi hefur lengi dreymt um að verða söngvari.
Uppáhaldsdrykkur?

Kristall.Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?

Páll Óskar.Hvað hræðistu mest?

Að lenda í slysi og slasast illa.Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?

Að vera byrlað á djamminu (en ekkert gerðist og ég komst heim heil á húfi).Hverju ertu stoltust af?

Árangri mínum í námi.Hefurðu einhvern leyndan hæfileika?

Að syngja. Hefur verið draumur minn síðan ég var barn að verða söngvari.Hundar eða kettir?

Kettir.

Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?

Fara út með ruslið.En það skemmtilegasta?

Fara í sund.Hverju vonastu til að Miss Universe skili þér?

Reynslu, vináttu og sjálfstrausti.Hvar sérðu þig eftir 5 ár?

Örugglega með barn í maganum.Lífið kynnir á næstu dögum keppendur til leiks í Miss Universe Iceland 2019. Keppnin fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe.Hér fyrir neðan má taka þátt í kosningunni Val fólksins.


Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Geri það sem ég vil, þegar ég vil

Karín Mist Kjerúlf tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Karín ólst upp á Fáskrúðsfirði og stundar laganám við HÍ.

Finnst skemmti­legast að ferðast

Tinna María Björgvinsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Hún stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur áhuga á ballett, dýrum, ferðalögum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.