Lífið

Finnst skemmti­legast að ferðast

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Tinna er stoltust af skósafninu sínu
Tinna er stoltust af skósafninu sínu Miss Universe Iceland
Miss Universe Iceland 2019 fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður keppnin í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe.Tinna María Björgvinsdóttir er meðal þátttakenda . Hún stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur áhuga á ballett, dýrum, ferðalögum. Lífið yfirheyrði Tinnu Maríu:   Morgunmaturinn?   

Hafragrautur.  Helsta freistingin?   


Fara uppá flugvöll og panta  one   way   ti c ket  bara eitthvert og skilja síma n n eftir.  Hvað ertu að hlusta á?   

Tónlistar smekkurinn minn er blanda af öllu.  Hvað sástu síðast í bíó?   

Minnir að það hafi verið Everest.  

Hvaða bók er á náttborðinu?   

Bara ef ég væri með náttborð.  Hver er þín fyrirmynd?   

Hún móðir mín.  Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu?   

Taka þátt í Miss  Universe  Iceland, vinna nógu mikið og vera með vinum mínum.  U ppáhaldsmatur?   

Gott salat eða eitthvað með  avakadó  og rauðlauk í.   Uppáhaldsdrykkur?  

Auðvitað  strawberrylime   ripped .  Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?   

Nanna Bryndís svo ég viti, er ekki sú æðislegasta þegar að kemur að taka eftir frægri manneskju.  

Hvað hræðistu mest?   

Að deyja í skyndi án   þess að kveðja.  Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?   

Það er eitt sem ég man eftir akkúrat núna, það er þegar að ég labbaði inná karl sitja á klósettinu rétt hjá bílakjallaranum hjá Smáratorgi.   Hverju ertu stoltust af?   

Skó safninu mínu.  Hefurðu einhvern leyndan hæfileika?   

Hef ekki fundið hann hingað til.  Hundar eða kettir?   

Bæði en ef það væri nauðsynlegt að velja á milli þá  yrðu  hundar fyrir valinu.  Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?   

Þegar að ég er í útlöndum og er að fara heim og þarf að troða öllu dótinu sem ég keypti í sömu tösku og ég tók með út stútfulla.   En það skemmtilegasta?   

Að ferðast.  Hverju vonastu til að Miss  Universe  skili þér?   

Meiri kven leika.  Hvar sérðu þig eftir 5 ár?   

Á sundlaugarbakkanum  einhvers staðar úti í sólinni.  Lífið kynnir á næstu dögum keppendur til leiks í Miss Universe Iceland 2019. Keppnin fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe.Hér fyrir neðan má taka þátt í kosningunni Val fólksins.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.