Lífið

Fór í fimm mánaða heimsreisu og kláraði masterspróf á meðan

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hulda er stoltust af því að hafa gefið Hnotubrjótinn út á Íslensku.
Hulda er stoltust af því að hafa gefið Hnotubrjótinn út á Íslensku. Miss Universe Iceland
Miss Universe Iceland 2019 fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður keppnin í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe.Hulda Vigdísardóttir er meðal þátttakenda. Hulda er yngsta manneskjan á Íslandi til að ljúka mastersgráðu í íslenskri málfræði og er hún líka með háskólagráðu í þýsku.Hún þýddi Hnotubrjótinn úr þýsku yfir á íslensku, sem er fyrsta skipti sem Hnotubrjóturinn hefur verið þýddur yfir á íslensku. Lífið heyrði í Huldu:Morgunmaturinn?

Mjög misjafn en reyni að hafa hann hollanHelsta freistingin? 

Poppkorn (og ég fell fyrir þeirri freistingu svo til hvern dag).Hvað ertu að hlusta á?

Becoming á Storytel eftir Michelle Obama.

 

Miss Universe Iceland
Hvaða bók er á náttborðinu?

Með lífið að veði eftir Yeon-mi Park, Gæfuleit í frásögn Viðars Hreinssonar, Ósjálfrátt eftir Auði Jónsdóttur og jú, svona í fullri hreinskilni þá Íslensk orðsifjabók líka.Hver er þín fyrirmynd?

Ég á tvær, báðar heita Vigdís og önnur er Finnbogadóttir.Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu?

Ég heimsótti vinkonu mína í Kaupmannahöfn og fór á Spice Girls tónleika í Edinborg með vinkonum mínum í júní. Svo er ég á leiðinni til New York í þessum mánuði. 

Uppáhaldsmatur?

Grjónagrautur með kanilsykri.Uppáhaldsdrykkur?

Kókómjólk (með poppkorninu).Hver er frægasta persóna sem þú hefur hitt?

Frans páfi.Hvað hræðistu mest?

Að missa einhvern nákominn, alvarlega heilabilun og tapi á tjáningargetu.Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í?

Keyra beinskiptan bíl í raunveruleikaþætti þegar ég var nýkomin með bílpróf, festa hann og standa pikkföst í brekku með halarófu á eftir mér, byrja að tala á fullu við sjálfa mig og gleyma hljóðnemanum. Það var býsna skrautlegt. Hverju ertu stoltust af?

Þýðingu minni og útgáfu af Hnotubrjótnum og músakónginum og því að klára masterspróf á einu ári um leið og ég var í fimm mánaða heimsreisu.Hefurðu einhvern leyndan hæfileika?

Kattliðug og ég get hreyft eyrun en verið kyrr að öðru leyti.

Miss Universe Iceland
Hundar eða kettir?

Hundar.Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir?

Að vinna á tölvu eða síma í hægri nettenginguEn það skemmtilegasta?

Að skrifa, ferðast, dansa og bara lifa og læra eitthvað nýtt á hverjum degi.Hverju vonastu til að Miss Universe skili þér?

Nýjum áskorunum og ævintýrum.Hvar sérðu þig eftir 5 ár?

Ég gæti nú skrifað heila ritgerð um það en ætli ég láti það ekki bíða betri tíma og koma á óvart.Lífið kynnir á næstu dögum keppendur til leiks í Miss Universe Iceland 2019. Keppnin fer fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 31. ágúst og verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Alþjóðleg dómnefnd velur þar fulltrúa Íslands sem tekur síðan þátt í Miss Universe.Hér fyrir neðan má taka þátt í kosningunni Val fólksins.


Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Geri það sem ég vil, þegar ég vil

Karín Mist Kjerúlf tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Karín ólst upp á Fáskrúðsfirði og stundar laganám við HÍ.

Hugsar ekki um það sem öðrum finnst

Helena Hrönn Haraldsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Hún ólst upp í Grundarfirði og á þrjá eldri bræður.

Finnst skemmti­legast að ferðast

Tinna María Björgvinsdóttir tekur þátt í Miss Universe Iceland 2019. Hún stundar nám við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og hefur áhuga á ballett, dýrum, ferðalögum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.