Íslenski boltinn

Donni hættir með Þór/KA eftir tímabilið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Donni hyggst starfa við þjálfun í Svíþjóð þangað sem hann og fjölskylda hans hyggjast flytja.
Donni hyggst starfa við þjálfun í Svíþjóð þangað sem hann og fjölskylda hans hyggjast flytja. vísir/bára
Halldór Jón Sigurðsson, Donni, hættir sem þjálfari Þórs/KA eftir tímabilið.

Samningur Donna við Þór/KA rennur út í haust og hann sækist ekki eftir endurráðningu. Donni og fjölskylda hans ætla að flytja til Svíþjóðar sem tengist m.a. starfi eiginkonu Donna, Heru Birgisdóttur, sem er læknir.

Donni tók við Þór/KA haustið 2016 og gerði liðið að Íslandsmeisturum á fyrsta tímabili sínu með það.

Á síðasta tímabili lenti Þór/KA í 2. sæti Pepsi-deildar kvenna en vann Lengjubikarinn og Meistarakeppnina. Þá komst Þór/KA í 32-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið tapaði fyrir stórliði Wolfsburg, 3-0 samanlagt.

Þór/KA er í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Liðið á fjóra leiki eftir á tímabilinu.

Donni stýrði áður karlaliðum Tindastóls og Þórs og var aðstoðarþjálfari karlaliðs Vals. Þá hefur hann aðstoðað Óla Stefán Flóventsson við þjálfun karlaliðs KA eftir að aðstoðarþjálfarinn Sveinn Þór Steingrímsson tók við Magna á Grenivík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×