Enski boltinn

Úti­lokar ekki að Zaha yfir­gefi Palace með Evrópu fé­laga­skipta­gluggann opin

Wilfried Zaha í leik með Palace.
Wilfried Zaha í leik með Palace. vísir/getty
Roy Hodgson, stjóri Crystal Palace, vonast til þess að Wilfried Zaha sé að einbeita sér að komandi leikjum með Palace en getur þó ekki útilokað að hann yfirgefi félagið í sumar.Zaha var ofarlega á óskalistum bæði Arsenal og Everton en Palace neitaði tilboðum í Fílbeinsstrendinginn. Hann óskaði eftir því að verða seldur en varð ekki við ósk sinni.„Ég væri til í að hann myndi setja undir sig höfuðið og einbeita sér að tímabilinu sem er framundan. Vonandi hjálpar hann mér, þjálfarateyminu og leikmennina til að eiga eins gott tímabil og hægt er. Mér myndi líka vel við það,“ sagði Hodgson.Þó að það sé búið að loka félagaskiptaglugganum í Englandi er ekki búið að loka honum víðs vegar um Evrópu og Hodgson útilokar ekki að Palace selji Zaha.„Þú getur aldrei útilokað neitt því félagaskiptaglugginn í Evrópu er enn opinn þangað til í lok mánaðarins. Það er ekkert sem ég óttast því það er ekki eitthvað sem ég get haft áhrif á.“Crystal Palace heimsækir nýliða Sheffield United á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.