Fótbolti

Dagný náði fjögurra stiga forskoti og Gunnhildur Yrsa vann þriðja leikinn í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Dagný var í byrjunarliði Portland Thorns gegn Washington Spirit.
Dagný var í byrjunarliði Portland Thorns gegn Washington Spirit. vísir/getty

Íslendingaliðin í bandarísku kvennadeildinni unnu bæði sína leiki í nótt.

Dagný Brynjarsdóttir var í byrjunarliði Portland Thorns sem bar sigurorð af Washington Spirit, 3-1. Með sigrinum náði Portland fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Dagný hefur verið í byrjunarliðinu í þremur af síðustu fjórum leikjum Portland. Hún hefur alls leikið 15 leiki á tímabilinu og skorað eitt mark.

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék síðustu 23 mínúturnar þegar Utah Royals lagði Orlando Pride að velli, 0-2.

Þetta var þriðji sigur Utah í röð. Liðið er komið upp í 4. sæti deildarinnar sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppninni.

Gunnhildur Yrsa hefur komið við sögu í öllum 17 leikjum Utah á tímabilinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.