Innlent

Blaðberinn hættur að bera út fyrir Póstdreifingu

Andri Eysteinsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/Skjáskot

Mál blaðberans, sem virtist gera tilraun til þess að komast inn á heimili í Vesturbæ Reykjavíkur, var strax tekið fyrir, þeir sem ábyrgir voru fyrir manninum teknir á fund og er einstaklingurinn hættur að bera út fyrir Póstdreifingu, þrátt fyrir að ekki hafi verið sannað á hann lögbrot. Þetta segir Aðalsteinn Guðjónsson, framkvæmdarstjóri Póstdreifingar í samtali við Vísi.

Íbúi í Vesturbæ birti í gær upptöku úr myndavélakerfi fyrir utan inngang heimili hans þar sem athæfi blaðberans sást. Á myndbandinu má sjá hvar maðurinn kemur að útidyrahurðinni klæddur hönskum.

Þar setur hann blaðið inn um bréfalúguna áður en hann tekur í hurðarhúninn og virðist gera tilraun til þess að opna hurðina sem er læst. Því næst má sjá hann hverfa af vettvangi.

Sjá einnig: Ósáttur við að blaðberi haldi áfram að bera út eftir að hann virtist gera tilraun til að komast inn um miðja nótt

Aðalsteinn segir að Póstdreifing hafi átt í samskiptum við íbúann og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar þess að málið komst upp. Þar sem ekkert brot hafi verið framið hafi lögregla ekki aðhafst í málinu.

Aðalsteinn segir að blaðberinn sem um ræði sé ekki í beinni vinnu fyrir Póstdreifingu heldur sé hann undirverktaki og því einn af þeim 550-600 blaðberum sem bera út á nóttu hverri. Póstdreifing hafi brugðist við málinu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.