Innlent

Blaðberinn hættur að bera út fyrir Póstdreifingu

Andri Eysteinsson skrifar
Skjáskot úr myndbandinu.
Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/Skjáskot
Mál blaðberans, sem virtist gera tilraun til þess að komast inn á heimili í Vesturbæ Reykjavíkur, var strax tekið fyrir, þeir sem ábyrgir voru fyrir manninum teknir á fund og er einstaklingurinn hættur að bera út fyrir Póstdreifingu, þrátt fyrir að ekki hafi verið sannað á hann lögbrot. Þetta segir Aðalsteinn Guðjónsson, framkvæmdarstjóri Póstdreifingar í samtali við Vísi.

Íbúi í Vesturbæ birti í gær upptöku úr myndavélakerfi fyrir utan inngang heimili hans þar sem athæfi blaðberans sást. Á myndbandinu má sjá hvar maðurinn kemur að útidyrahurðinni klæddur hönskum.

Þar setur hann blaðið inn um bréfalúguna áður en hann tekur í hurðarhúninn og virðist gera tilraun til þess að opna hurðina sem er læst. Því næst má sjá hann hverfa af vettvangi.

Sjá einnig: Ósáttur við að blaðberi haldi áfram að bera út eftir að hann virtist gera tilraun til að komast inn um miðja nótt

Aðalsteinn segir að Póstdreifing hafi átt í samskiptum við íbúann og Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar þess að málið komst upp. Þar sem ekkert brot hafi verið framið hafi lögregla ekki aðhafst í málinu.

Aðalsteinn segir að blaðberinn sem um ræði sé ekki í beinni vinnu fyrir Póstdreifingu heldur sé hann undirverktaki og því einn af þeim 550-600 blaðberum sem bera út á nóttu hverri. Póstdreifing hafi brugðist við málinu.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×