Ósáttur við að blaðberi haldi áfram að bera út eftir að hann virtist gera tilraun til að komast inn um miðja nótt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2019 10:15 Skjáskot úr myndbandinu. Mynd/Skjáskot Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, er ósáttur við að blaðberi sem ber út Fréttablaðið í hverfinu fái að halda því áfram eftir að viðkomandi virtist gera tilraun til þess að komast inn á heimili Sigurðar með því að taka í hurðarhún á útidyrahurðinni, um miðja nótt. Myndavélakerfi fyrir utan innganginn á heimilinu náði myndbandi af athæfi blaðberans.Sigurður vakti athygli á athæfi blaðberans ífærslu í Facebook-hópnum Vesturbærinn, þar sem íbúar Vesturbæjarins geta rætt saman um málefni hverfisins.„Ég kæri mig ekki um að fá fréttablaðið þegar það fylgir því að tekið sé hurðarhúninn um miðja nótt og nú má hver og einn túlka þær gjörðir. Lét póstdreifingu vita af þessu en viðkomandi er núna búinn að vera áfram að koma með fréttablaðið í viku eftir að þetta atvik kom upp,“ skrifar Sigurður í færslunnni sem vakið hefur töluverða athygli innan hópsins. Póstdreifing sér um að dreifa Fréttablaðinu.Á myndbandinu má sjá hvar maðurinn kemur að útidyrahurðinni klæddur hönskum. Þar setur hann blaðið inn um bréfalúguna áður en hann tekur í hurðarhúninn og virðist gera tilraun til þess að opna hurðina sem er læst. Því næst má sjá hann hverfa af vettvangi. Umrætt myndband má sjá hér að neðan.Í samtali við Vísi segir Sigurður að atvikið hafi átt sér stað um miðja nótt þann 7. ágúst síðastliðinn en hann vaknaði um klukkutíma eftir að það átti sér stað, við tilkynningu í símanum um að vart hafi orðið við hreyfingu fyrir utan útidyrahurðina. Hann hafi ákveðið að kíkja á tilkynninguna vegna þess að viku áður hafði myndavélakerfið tekið upp myndband af blaðbera að bera út blað til þeirra um miðja nótt, og koma aftur klukkutíma síðar og kíkja vandlega inn um gluggann.„Ég kíkti á það af rælni af því að við vorum búin að sjá hann vera að kanna aðstæður. Þá sá ég þetta og ég bara fríka út. Ég gat ekki sofið þessa nótt, ég hringdi á lögregluna og sýndi þeim myndbandið,“ segir Sigurður. Um sama mann er að ræða í bæði skiptin að sögn Sigurðar og hefur hann borið út Fréttablaðið til Sigurðar undanfarnar vikur.Segir lögreglu ekkert geta gert Lögregla kom á vettvang og skoðaði myndbandið en að sögn Sigurðar sagðist lögreglan lítið geta gert þar sem ekki hafi verið framinn glæpur. Því næst var haft samband við Póstdreifingu, sem fyrr segir sér um að dreifa Fréttablaðinu. Segir Sigurður að þar á bæ hafi menn fengið að skoða myndbandið. Sigurður segir að svo virðist sem að það hafi litlar afleiðingar haft fyrir blaðberann, hann sé ennþá að bera út blaðið til þeirra.Aðspurður hvort hann sé ósáttur með að blaðberinn sé ennþá að bera út blaðið á heimili hans liggur ekki á svörum hjá Sigurði.„Hrikalega,“ en meðal þess sem kemur fram í færslu Sigurðar á Vesturbæjar-síðunni er að börn hans séu hrædd við tilhugsunina um að umræddur blaðberi haldi áfram að koma að heimili þeirra. Segist hann því ekki geta sætt sig við það að blaðberinn fái áfram að bera út blaðið á heimili hans. Því hafi hann ákveðið að vekja athygli á myndbandinu til að knýja fram viðbrögð og minna fólk á að læsa vandlega útidyrahurðum. „Ég vil vara fólk við,“ segir Sigurður og bætir við:„Ef þetta heldur áfram, hann heldur áfram að koma hérna, þá var því eina ráðið að birta þetta myndband. Það hefði gilt það sama ef ég hefði sagt að blaðberinn væri að gera þetta. Þá hefði kannski einhver ekki trúað mér. Ef ég get ekki tjáð mig um þetta þá get ég ekki varað annað fólk við.“ Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Sigurður Þór Helgason, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, er ósáttur við að blaðberi sem ber út Fréttablaðið í hverfinu fái að halda því áfram eftir að viðkomandi virtist gera tilraun til þess að komast inn á heimili Sigurðar með því að taka í hurðarhún á útidyrahurðinni, um miðja nótt. Myndavélakerfi fyrir utan innganginn á heimilinu náði myndbandi af athæfi blaðberans.Sigurður vakti athygli á athæfi blaðberans ífærslu í Facebook-hópnum Vesturbærinn, þar sem íbúar Vesturbæjarins geta rætt saman um málefni hverfisins.„Ég kæri mig ekki um að fá fréttablaðið þegar það fylgir því að tekið sé hurðarhúninn um miðja nótt og nú má hver og einn túlka þær gjörðir. Lét póstdreifingu vita af þessu en viðkomandi er núna búinn að vera áfram að koma með fréttablaðið í viku eftir að þetta atvik kom upp,“ skrifar Sigurður í færslunnni sem vakið hefur töluverða athygli innan hópsins. Póstdreifing sér um að dreifa Fréttablaðinu.Á myndbandinu má sjá hvar maðurinn kemur að útidyrahurðinni klæddur hönskum. Þar setur hann blaðið inn um bréfalúguna áður en hann tekur í hurðarhúninn og virðist gera tilraun til þess að opna hurðina sem er læst. Því næst má sjá hann hverfa af vettvangi. Umrætt myndband má sjá hér að neðan.Í samtali við Vísi segir Sigurður að atvikið hafi átt sér stað um miðja nótt þann 7. ágúst síðastliðinn en hann vaknaði um klukkutíma eftir að það átti sér stað, við tilkynningu í símanum um að vart hafi orðið við hreyfingu fyrir utan útidyrahurðina. Hann hafi ákveðið að kíkja á tilkynninguna vegna þess að viku áður hafði myndavélakerfið tekið upp myndband af blaðbera að bera út blað til þeirra um miðja nótt, og koma aftur klukkutíma síðar og kíkja vandlega inn um gluggann.„Ég kíkti á það af rælni af því að við vorum búin að sjá hann vera að kanna aðstæður. Þá sá ég þetta og ég bara fríka út. Ég gat ekki sofið þessa nótt, ég hringdi á lögregluna og sýndi þeim myndbandið,“ segir Sigurður. Um sama mann er að ræða í bæði skiptin að sögn Sigurðar og hefur hann borið út Fréttablaðið til Sigurðar undanfarnar vikur.Segir lögreglu ekkert geta gert Lögregla kom á vettvang og skoðaði myndbandið en að sögn Sigurðar sagðist lögreglan lítið geta gert þar sem ekki hafi verið framinn glæpur. Því næst var haft samband við Póstdreifingu, sem fyrr segir sér um að dreifa Fréttablaðinu. Segir Sigurður að þar á bæ hafi menn fengið að skoða myndbandið. Sigurður segir að svo virðist sem að það hafi litlar afleiðingar haft fyrir blaðberann, hann sé ennþá að bera út blaðið til þeirra.Aðspurður hvort hann sé ósáttur með að blaðberinn sé ennþá að bera út blaðið á heimili hans liggur ekki á svörum hjá Sigurði.„Hrikalega,“ en meðal þess sem kemur fram í færslu Sigurðar á Vesturbæjar-síðunni er að börn hans séu hrædd við tilhugsunina um að umræddur blaðberi haldi áfram að koma að heimili þeirra. Segist hann því ekki geta sætt sig við það að blaðberinn fái áfram að bera út blaðið á heimili hans. Því hafi hann ákveðið að vekja athygli á myndbandinu til að knýja fram viðbrögð og minna fólk á að læsa vandlega útidyrahurðum. „Ég vil vara fólk við,“ segir Sigurður og bætir við:„Ef þetta heldur áfram, hann heldur áfram að koma hérna, þá var því eina ráðið að birta þetta myndband. Það hefði gilt það sama ef ég hefði sagt að blaðberinn væri að gera þetta. Þá hefði kannski einhver ekki trúað mér. Ef ég get ekki tjáð mig um þetta þá get ég ekki varað annað fólk við.“
Reykjavík Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira