Fótbolti

Sigur í fyrsta leik hjá Elmari

Theodór Elmar Bjarnason
Theodór Elmar Bjarnason S2 Sport

Theodór Elmar Bjarnason var í byjrunarliði Akhisar Belediyespor þegar liðið fékk Adanaspor í heimsókn í 1.umferð tyrknesku B-deildarinnar í fótbolta í dag.

Elmar stimplaði sig inn af krafti hjá nýja liðinu og fékk að líta gula spjaldið strax á 10.mínútu. Honum var svo skipt af velli eftir klukkutíma leik en þá var enn markalaust.

Heimamenn náðu þó inn sigurmarkinu áður en yfir lauk því Burhan Eser skoraði úr vítaspyrnu á 82.mínútu.

 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.