Telur að frumvarp til lyfjalaga geri lítið úr lyfjafræðingum Sveinn Arnarsson skrifar 19. ágúst 2019 08:00 Ný lyfjalög eiga að leysa af hólmi lög frá 1994 sem eru að mati sérfræðinga barn síns tíma. Fréttablaðið/Anton Brink Fyrrverandi deildarstjóri hjá Lyfjastofnunsegir frumvarp heilbrigðisráðherra um ný lyfjalög hroðvirknislega unnið. Höfundar hafi ekki djúpa þekkingu á lyfjamálum. Frumvarpið verður líklegast lagt fram í vetur.Frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga er hroðvirknislega unnið og mislukkað tækifæri til að endurskrifa lög sem úr sér eru gengin. Þetta er mat fyrrverandi deildarstjóra hjá Lyfjastofnun sem hefur áratuga reynslu af vinnu við fagið, bæði á Landakoti og hjá Lyfjastofnun.Til stendur að leggja fram frumvarp á næsta þingi þar sem lyfjalög eru endurskoðuð. Eldri lögin eru að sögn orðin úr sér gengin og ný tækni og þekking hafa gjörbreytt umhverfi lyfjamála.Mímir Arnórsson starfaði lengi hjá Lyfjastofnun og finnur margt að frumvarpi ráðherra.Mímir Arnórsson.„Til að byrja með þá stendur í fyrstu grein að lyfjadreifing sé órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjónustu. Það eru einmitt til lög um heilbrigðisþjónustu og maður skyldi þá ætla að lög um heilbrigðisþjónustu myndu minnast á lyfjadreifingu. Hins vegar er ekki minnst á það í þeim lögum,“ segir Mímir. Einnig segir Mímir að í frumvarpi ráðherra séu fjölmörg hugtök sem ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi í augum uppi hvað þýða. „Því verður erfitt að fara eftir þessum lögum,“ segir hann. Frumvarpið hefur sjálft verið í vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og á að koma í stað eldri lyfjalaga frá árinu 1994. Mímir segir mikilvægt að nýtt frumvarp verði að veruleika en telur þessa tilraun misheppnaða. „Lyfjalögin frá árinu 1994 eru orðin gömul og mjög erfitt fyrir lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir þeim að fylgja lögunum. Svo þegar tækifæri gefst til að endursemja þetta allt saman þá er það gert hroðvirknislega, og ég tala nú ekki um málfarslega,“ segir Mímir. Í athugasemd við frumvarpið segir Mímir lítið gert úr lyfjafræðingum. „Enn fremur er ekki tryggt að lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun forstöðu eða stofnunin hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni líkt og tryggt er að læknir sinni Embætti landlæknis eða dýralæknir sé staðgengill forstjóri Matvælastofnunar. Með frumvarpinu er gert lítið úr lyfjafræðingum og þar með framlagi heillar deildar innan Háskóla Íslands. Frumvarpið er hroðvirknislega unnið og höfunda þess skortir yfirsýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“ segir í athugasemd Mímis Arnórssonar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira
Fyrrverandi deildarstjóri hjá Lyfjastofnunsegir frumvarp heilbrigðisráðherra um ný lyfjalög hroðvirknislega unnið. Höfundar hafi ekki djúpa þekkingu á lyfjamálum. Frumvarpið verður líklegast lagt fram í vetur.Frumvarp heilbrigðisráðherra til nýrra lyfjalaga er hroðvirknislega unnið og mislukkað tækifæri til að endurskrifa lög sem úr sér eru gengin. Þetta er mat fyrrverandi deildarstjóra hjá Lyfjastofnun sem hefur áratuga reynslu af vinnu við fagið, bæði á Landakoti og hjá Lyfjastofnun.Til stendur að leggja fram frumvarp á næsta þingi þar sem lyfjalög eru endurskoðuð. Eldri lögin eru að sögn orðin úr sér gengin og ný tækni og þekking hafa gjörbreytt umhverfi lyfjamála.Mímir Arnórsson starfaði lengi hjá Lyfjastofnun og finnur margt að frumvarpi ráðherra.Mímir Arnórsson.„Til að byrja með þá stendur í fyrstu grein að lyfjadreifing sé órjúfanlegur hluti heilbrigðisþjónustu. Það eru einmitt til lög um heilbrigðisþjónustu og maður skyldi þá ætla að lög um heilbrigðisþjónustu myndu minnast á lyfjadreifingu. Hins vegar er ekki minnst á það í þeim lögum,“ segir Mímir. Einnig segir Mímir að í frumvarpi ráðherra séu fjölmörg hugtök sem ekki séu útskýrð nánar og ekki liggi í augum uppi hvað þýða. „Því verður erfitt að fara eftir þessum lögum,“ segir hann. Frumvarpið hefur sjálft verið í vinnslu í stjórnkerfinu í fjögur ár og á að koma í stað eldri lyfjalaga frá árinu 1994. Mímir segir mikilvægt að nýtt frumvarp verði að veruleika en telur þessa tilraun misheppnaða. „Lyfjalögin frá árinu 1994 eru orðin gömul og mjög erfitt fyrir lyfjafræðinga og þá sem starfa eftir þeim að fylgja lögunum. Svo þegar tækifæri gefst til að endursemja þetta allt saman þá er það gert hroðvirknislega, og ég tala nú ekki um málfarslega,“ segir Mímir. Í athugasemd við frumvarpið segir Mímir lítið gert úr lyfjafræðingum. „Enn fremur er ekki tryggt að lyfjafræðingur veiti Lyfjastofnun forstöðu eða stofnunin hafi lyfjafræðing í þjónustu sinni líkt og tryggt er að læknir sinni Embætti landlæknis eða dýralæknir sé staðgengill forstjóri Matvælastofnunar. Með frumvarpinu er gert lítið úr lyfjafræðingum og þar með framlagi heillar deildar innan Háskóla Íslands. Frumvarpið er hroðvirknislega unnið og höfunda þess skortir yfirsýn og djúpa innsýn í lyfjamál,“ segir í athugasemd Mímis Arnórssonar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Sjá meira