Enski boltinn

Jeremy Clarkson og Maddison í hár saman: „Get talið á fingrum annarrar handar hversu margar klippingar þú átt eftir“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Maddison í leiknum í gær.
Maddison í leiknum í gær. vísir/getty

Sjónvarpsmaðurinn Jeremy Clarkson og knattspyrnumaðurinn James Maddison áttust við í athyglisverðri rimmu á samskiptamiðlinum Twitter í gær.

Þetta byrjaði allt með því að Jeremy Clarkson, sem er þekktastur fyrir að stjórna bílaþáttunm Top Gear, skaut á frammistöðu Maddison í leik Leicester og Chelsea.

Clarkson, sem er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum, sagði að Maddison væri of lengi hjá rakaranum en eyddi ekki nægilega miklum tíma í að æfa fótbolta.

Maddison var ekki lengi að svara eftir leikinn í gær en Maddison sagði Clarkson einfaldlega að hann ætti að einbeita sér að bílum.

Hann bætti svo við að hann gæti talið á fingrum annarar handar hversu margar klippingar Clarkson ætti eftir. Fast skotið.

Maddison var frábær á síðustu leiktíð og var einn besti leikmaður Leicester en hann spilaði allan leikinn í 1-1 jafntefli Leicester gegn Chelsea á útivelli í gær.

Leicester er með tvö stig eftir fyrstu tvo leikina í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.