Fótbolti

Sá þriðji dýrasti byrjaði vel með Atletico Madrid og það sannar tölfræðin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joao Felix í leiknum í gær.
Joao Felix í leiknum í gær. vísir/getty
Joao Felix spilaði sinn fyrsta opinbera leik fyrir Atletico Madrid í gærkvöldi er Atletico Madrid marði 1-0 sigur á Getafe í fyrstu umferðinni á Spáni.

Markið skoraði Alvaro Morata á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá fyrrum Tottenham-manninum Kieran Trippier en tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum; eitt á hvort lið.

Atletico Madrid borgaði 126 milljónir evra fyrir Felix í sumar sem gera hann að þriðja dýrasti leikmanni knattspyrnusögunnar. Hann byrjar vel á Spáni ef litið er á tölfræði hans frá því í gær.







Hann spilaði fyrstu 66 mínútur leiksins og fiskaði eina vítaspyrnu. Öll hans skot fóru á markið og þegar hann reyndi að fara framhjá varnarmanni heppnaðist það í öll skiptin.

Sendingartölfræði hans úr leiknum er einnig mjög góð en 90% sendinga hans á helmingi Getafe fóru á samherja. Einnig fiskaði hann fjórar aukaspyrnur.

Eins og tölfræðiveitan Squawka segir frá á síðu sinni: „Þessi krakki verður sérstakur“. Alla tölfræðina hans má sjá í tístinu hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×