Fótbolti

Sá þriðji dýrasti byrjaði vel með Atletico Madrid og það sannar tölfræðin

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joao Felix í leiknum í gær.
Joao Felix í leiknum í gær. vísir/getty

Joao Felix spilaði sinn fyrsta opinbera leik fyrir Atletico Madrid í gærkvöldi er Atletico Madrid marði 1-0 sigur á Getafe í fyrstu umferðinni á Spáni.

Markið skoraði Alvaro Morata á 23. mínútu eftir stoðsendingu frá fyrrum Tottenham-manninum Kieran Trippier en tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum; eitt á hvort lið.

Atletico Madrid borgaði 126 milljónir evra fyrir Felix í sumar sem gera hann að þriðja dýrasti leikmanni knattspyrnusögunnar. Hann byrjar vel á Spáni ef litið er á tölfræði hans frá því í gær.

Hann spilaði fyrstu 66 mínútur leiksins og fiskaði eina vítaspyrnu. Öll hans skot fóru á markið og þegar hann reyndi að fara framhjá varnarmanni heppnaðist það í öll skiptin.

Sendingartölfræði hans úr leiknum er einnig mjög góð en 90% sendinga hans á helmingi Getafe fóru á samherja. Einnig fiskaði hann fjórar aukaspyrnur.

Eins og tölfræðiveitan Squawka segir frá á síðu sinni: „Þessi krakki verður sérstakur“. Alla tölfræðina hans má sjá í tístinu hér að ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.