Félag eldri borgara kaupir íbúðir tveggja kaupenda sem ákváðu að fara í mál við félagið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2019 18:29 Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja það neyðarúrræði að kaupa aftur íbúðir þeirra sem hugnast ekki að borga aukagreiðslu sem kom óvænt upp og fóru í mál við félagið. Ákvörðunin er tekin til að ljúka málinu og koma í veg fyrir að félagið verði gjaldþrota. Félag eldri borgara hefur tilkynnt kaupendum tveggja íbúða, sem höfða mál á hendur félaginu, að félagið hyggst nýta kauprétt sinn og leysa til sín íbúðirnar sem deilt er um. Ákvörðunin er talin óhjákvæmileg til að tryggja hagsmuni félagsins. „Við teljum okkur vera búin að ganga eins langt og mögulegt er til að fá aðila til að skrifa undir kaupsamninga. Nú erum við að fara að leita þess neyðarréttar sem okkur ber samkvæmt kaupsamningi og gengur út á það að við munum kaupa íbúðirnar aftur,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara.Skömmu fyrir kvöldfréttir var lögmönnum kaupendanna tveggja gerð grein fyrir ákvörðun félagsins. Félagið mun ekki nýta kauprétt gagnvart þeim sem undirritað hafa skilmálabreytingu við kaupsamning. En líkt og greint hefur verið frá lagði Félag eldri borgara fram sáttartilboð þar sem krafa félagsins, um aukagreiðslu vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins, yrði lækkuð um 37 prósent. 32 kaupendur af 65 hafa samþykkt breytinguna. Tveir kaupendur ákváðu að fara dómstólaleiðina en þeir telja að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og krefjast þau að fá afhenda lykla að íbúðum þeirra. Þinghald í málinu fer fram á miðvikudaginn. „Við getum ekki látið þessa tvo aðila í rauninni ganga fyrir hagsmunum alls hópsins og félagi sem telur tólf þúsund félagsmenn þannig við erum að reyna að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot eða verði leyst upp,“ sagði Sigríður. Lögmaður félags eldri borgara mun í þinghaldinu leggja fram greinargerð þar sem óskað verður eftir því að kröfum kaupendanna verði vísað frá þar sem þeir eigi ekki, eftir nýtingu kaupréttarins, lögvarða hagsmuni af innsetningargerðinni, enda séu þeir þá ekki aðilar að málinu. „Við erum enn að vona að þessir tveir aðilar gangi til samninga við okkur, þeim stendur allt til boða sem hinum stendur til boða,“ sagði Sigríður. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja það neyðarúrræði að kaupa aftur íbúðir þeirra sem hugnast ekki að borga aukagreiðslu sem kom óvænt upp og fóru í mál við félagið. Ákvörðunin er tekin til að ljúka málinu og koma í veg fyrir að félagið verði gjaldþrota. Félag eldri borgara hefur tilkynnt kaupendum tveggja íbúða, sem höfða mál á hendur félaginu, að félagið hyggst nýta kauprétt sinn og leysa til sín íbúðirnar sem deilt er um. Ákvörðunin er talin óhjákvæmileg til að tryggja hagsmuni félagsins. „Við teljum okkur vera búin að ganga eins langt og mögulegt er til að fá aðila til að skrifa undir kaupsamninga. Nú erum við að fara að leita þess neyðarréttar sem okkur ber samkvæmt kaupsamningi og gengur út á það að við munum kaupa íbúðirnar aftur,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara.Skömmu fyrir kvöldfréttir var lögmönnum kaupendanna tveggja gerð grein fyrir ákvörðun félagsins. Félagið mun ekki nýta kauprétt gagnvart þeim sem undirritað hafa skilmálabreytingu við kaupsamning. En líkt og greint hefur verið frá lagði Félag eldri borgara fram sáttartilboð þar sem krafa félagsins, um aukagreiðslu vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins, yrði lækkuð um 37 prósent. 32 kaupendur af 65 hafa samþykkt breytinguna. Tveir kaupendur ákváðu að fara dómstólaleiðina en þeir telja að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og krefjast þau að fá afhenda lykla að íbúðum þeirra. Þinghald í málinu fer fram á miðvikudaginn. „Við getum ekki látið þessa tvo aðila í rauninni ganga fyrir hagsmunum alls hópsins og félagi sem telur tólf þúsund félagsmenn þannig við erum að reyna að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot eða verði leyst upp,“ sagði Sigríður. Lögmaður félags eldri borgara mun í þinghaldinu leggja fram greinargerð þar sem óskað verður eftir því að kröfum kaupendanna verði vísað frá þar sem þeir eigi ekki, eftir nýtingu kaupréttarins, lögvarða hagsmuni af innsetningargerðinni, enda séu þeir þá ekki aðilar að málinu. „Við erum enn að vona að þessir tveir aðilar gangi til samninga við okkur, þeim stendur allt til boða sem hinum stendur til boða,“ sagði Sigríður.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09 Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13
Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09