Félag eldri borgara kaupir íbúðir tveggja kaupenda sem ákváðu að fara í mál við félagið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. ágúst 2019 18:29 Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara. BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja það neyðarúrræði að kaupa aftur íbúðir þeirra sem hugnast ekki að borga aukagreiðslu sem kom óvænt upp og fóru í mál við félagið. Ákvörðunin er tekin til að ljúka málinu og koma í veg fyrir að félagið verði gjaldþrota. Félag eldri borgara hefur tilkynnt kaupendum tveggja íbúða, sem höfða mál á hendur félaginu, að félagið hyggst nýta kauprétt sinn og leysa til sín íbúðirnar sem deilt er um. Ákvörðunin er talin óhjákvæmileg til að tryggja hagsmuni félagsins. „Við teljum okkur vera búin að ganga eins langt og mögulegt er til að fá aðila til að skrifa undir kaupsamninga. Nú erum við að fara að leita þess neyðarréttar sem okkur ber samkvæmt kaupsamningi og gengur út á það að við munum kaupa íbúðirnar aftur,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara.Skömmu fyrir kvöldfréttir var lögmönnum kaupendanna tveggja gerð grein fyrir ákvörðun félagsins. Félagið mun ekki nýta kauprétt gagnvart þeim sem undirritað hafa skilmálabreytingu við kaupsamning. En líkt og greint hefur verið frá lagði Félag eldri borgara fram sáttartilboð þar sem krafa félagsins, um aukagreiðslu vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins, yrði lækkuð um 37 prósent. 32 kaupendur af 65 hafa samþykkt breytinguna. Tveir kaupendur ákváðu að fara dómstólaleiðina en þeir telja að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og krefjast þau að fá afhenda lykla að íbúðum þeirra. Þinghald í málinu fer fram á miðvikudaginn. „Við getum ekki látið þessa tvo aðila í rauninni ganga fyrir hagsmunum alls hópsins og félagi sem telur tólf þúsund félagsmenn þannig við erum að reyna að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot eða verði leyst upp,“ sagði Sigríður. Lögmaður félags eldri borgara mun í þinghaldinu leggja fram greinargerð þar sem óskað verður eftir því að kröfum kaupendanna verði vísað frá þar sem þeir eigi ekki, eftir nýtingu kaupréttarins, lögvarða hagsmuni af innsetningargerðinni, enda séu þeir þá ekki aðilar að málinu. „Við erum enn að vona að þessir tveir aðilar gangi til samninga við okkur, þeim stendur allt til boða sem hinum stendur til boða,“ sagði Sigríður. Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Stjórn Félags eldri borgara ákvað á fundi sínum í dag að virkja það neyðarúrræði að kaupa aftur íbúðir þeirra sem hugnast ekki að borga aukagreiðslu sem kom óvænt upp og fóru í mál við félagið. Ákvörðunin er tekin til að ljúka málinu og koma í veg fyrir að félagið verði gjaldþrota. Félag eldri borgara hefur tilkynnt kaupendum tveggja íbúða, sem höfða mál á hendur félaginu, að félagið hyggst nýta kauprétt sinn og leysa til sín íbúðirnar sem deilt er um. Ákvörðunin er talin óhjákvæmileg til að tryggja hagsmuni félagsins. „Við teljum okkur vera búin að ganga eins langt og mögulegt er til að fá aðila til að skrifa undir kaupsamninga. Nú erum við að fara að leita þess neyðarréttar sem okkur ber samkvæmt kaupsamningi og gengur út á það að við munum kaupa íbúðirnar aftur,“ sagði Sigríður Snæbjörnsdóttir, varaformaður félags eldri borgara.Skömmu fyrir kvöldfréttir var lögmönnum kaupendanna tveggja gerð grein fyrir ákvörðun félagsins. Félagið mun ekki nýta kauprétt gagnvart þeim sem undirritað hafa skilmálabreytingu við kaupsamning. En líkt og greint hefur verið frá lagði Félag eldri borgara fram sáttartilboð þar sem krafa félagsins, um aukagreiðslu vegna aukakostnaðar sem varð til vegna vanáætlunar byggingarnefndar félagsins, yrði lækkuð um 37 prósent. 32 kaupendur af 65 hafa samþykkt breytinguna. Tveir kaupendur ákváðu að fara dómstólaleiðina en þeir telja að upphaflegur kaupsamningur eigi að gilda og krefjast þau að fá afhenda lykla að íbúðum þeirra. Þinghald í málinu fer fram á miðvikudaginn. „Við getum ekki látið þessa tvo aðila í rauninni ganga fyrir hagsmunum alls hópsins og félagi sem telur tólf þúsund félagsmenn þannig við erum að reyna að koma í veg fyrir að félagið fari í þrot eða verði leyst upp,“ sagði Sigríður. Lögmaður félags eldri borgara mun í þinghaldinu leggja fram greinargerð þar sem óskað verður eftir því að kröfum kaupendanna verði vísað frá þar sem þeir eigi ekki, eftir nýtingu kaupréttarins, lögvarða hagsmuni af innsetningargerðinni, enda séu þeir þá ekki aðilar að málinu. „Við erum enn að vona að þessir tveir aðilar gangi til samninga við okkur, þeim stendur allt til boða sem hinum stendur til boða,“ sagði Sigríður.
Húsnæðismál Tengdar fréttir Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13 Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36 Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49 27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Segir ekki eðlilegt að gangast undir skilmálabreytingu um hækkun kaupverðs Þetta segir aðjúnkt í kröfurétti en sala Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á 68 íbúðum í Árskógi í Breiðholti hefur vakið þónokkuð umtal. 6. ágúst 2019 19:13
Kemur vel til greina að stjórnarmenn segi af sér vegna Árskógamálsins Fer ekki vel fyrir félaginu ef kaupendur íbúða höfða mál. 8. ágúst 2019 13:36
Leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu Félag eldri borgara mun í kvöld leggja fram sáttatilboð í Árskógamálinu svokallaða og vonast forsvarsmenn félagsins til þess að þeir sem keypt hafa íbúðir í byggingum félagsins að Árskógum í Reykjavík muni taka tilboðinu. 12. ágúst 2019 18:49
27 kaupendur í Árskógum tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðirnar Alls hafa 27 af 65 kaupendum íbúða að Árskógum skrifað undir að þeir séu tilbúnir að greiða aukalega fyrir íbúðir sínar. 13. ágúst 2019 18:09