Erlent

Tugir slasaðir eftir að ölduvél fór hamförum

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Stillur úr myndbandinu sem farið hefur á flug á samfélagsmiðlum.
Stillur úr myndbandinu sem farið hefur á flug á samfélagsmiðlum.
Ölduvél í svokallaðri öldulaug í vatnsrennibrautagarði í Norður-Kína þeytti af stað risaflóðöldu í stað rólegrar báru á sunnudag.

Í umfjöllun Washington Post kemur fram að minnst 44 hafi slasast í atvikinu. Forsvarsmenn Shuiyun-vatnsrennibrautagarðsins segi vélina hafa bilað og að stjórnandi vélarinnar hafi ekki verið drukkinn, líkt og einhverjir sem dreifðu myndbandinu fullyrtu upprunalega.

Myndband af atvikinu sem hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum sýnir flóðölduna grípa með sér mannskarann í öldulauginni.

Einhverjir baðgestanna þeyttust alla leið upp úr lauginni og á stéttina við hlið hennar.

Vatnsrennibrautagarðinum hefur verið lokað á meðan málið er rannsakað. Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×